CITES

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

CITES

CITES er samningur um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu. Markmið samningsins er að vernda tegundir dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu með því að stjórna alþjóðlegum viðskiptum með þær.

Á Íslandi eru í gildi: Lög um framkvæmd samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu, nr. 85/2000 og reglugerð um framkvæmd samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu, nr. 993/2004.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið fer með yfirstjórn CITES samningsins á Íslandi en Umhverfisstofnun veitir leyfi, annast eftirlit o.þ.h. Náttúrufræðistofnun Íslands veitir vísindalega ráðgjöf varðandi greiningu eintaka, verndarstöðu þeirra o.fl.

Sjávarútvegsráðuneytið fer með yfirstjórn mála er varða nytjastofna sjávar, samanber reglugerð nr. 829/2005  um framkvæmd samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu.

Þeir sem hyggjast flytja inn eða út tegundir eða afurðir tegunda sem tilgreindar eru í viðaukum reglugerðar, þurfa að sækja um CITES-leyfi hjá Umhverfisstofnun. Sækja þarf um slík leyfi fyrir alla alþjóðlega verslun svo sem inn- og útflutning heildsala, einkaaðila og einnig fyrir flesta minjagripi úr afurðum þeirra tegunda sem ofangreind reglugerð tekur til. Til dæmis þarf leyfi fyrir innflutningi minjagripa úr fílabeini, hvalbeini, rostungstönnum og ýmsum náttúrulyfjum sem innihalda afurðir CITES tegunda.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Stjórnarráðsins

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir