Tollafgreiðsla ökutækja

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tollafgreiðsla ökutækja

Tollafgreiðsla innfluttra ökutækja er mismunandi eftir því hvort um er að ræða :

 

Nýtt eða notað ökutæki keypt til landsins

Skilyrði fyrir tollafgreiðslu skráningarskylds ökutækis er að ökutækið hafi verið forskráð (fengið fastnúmer) hjá Samgöngustofu. Innflytjanda ber því að snúa sér til Samgöngustofu áður en farið er fram á tollafgreiðslu skráningarskylds ökutækis, upplýsingar um skráningu ökutækja er að finna á vef Samgöngustofu

Aðflutningsgjöld af ökutækjum eru greidd af tollverði (innkaupsverði, flutningsgjaldi og flutningstryggingu) ökutækisins. Aðflutningsgjöldin eru: vörugjald, úrvinnslugjald á rafgeyma og hjólbarða, sem fylgja ökutækinu og 24% virðisaukaskattur.

Með þessari reiknivél er hægt að reikna gjöld sem greiða þarf við innflutning á helstu gerðum ökutækja

Á sum ökutæki eru ekki lögð vörugjöld. Í slíkum tilvikum þarf aðeins að greiða 24% virðisaukaskatt auk úrvinnslugjalds, nema það sé sérstaklega undanskilið. 

Ákveðnir aðilar geta sótt um lækkun vörugjalds til dæmis ökukennarar, leigubílstjórar, björgunarsveitir og fleiri.

Tollflokkun

Ökutæki tollflokkast í 87. kafla tollskrár. Í sumum tilvikum flokkast þau eftir þyngd og í öðrum eftir vélarstærð, einnig skal flokka eftir skráðri losun koltvísýrings þar sem það á við. Mikilvægt er að kynna sér vel tollflokkun ökutækja eða leita sérfræðiálits ef vafi er um tollflokkun. Hægt er að leita upplýsinga með því að hafa samband.


Síðast yfirfarið/breytt janúar 2021

Tenglar

Leiðbeiningar Alþjóðatollastofnunarinnar vegna tollflokkunnar á ökutækjum í vöruliðum 8703 og 8704 (ökutæki til fólks- og vöruflutninga)
Reglugerð um skráningu ökutækja númer 751/2003

 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir