Undanþágur - vörugjöld ökutækja

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Undanþágur - vörugjöld ökutækja

Undantekningar frá meginreglunni um að greiða beri vörugjald eða önnur aðflutningsgjöld við innflutning skráningarskyldra ökutækja eru eftirfarandi:

 • Hópferðabifreiðar,þ.e. ökutæki sem aðallega eru ætluð til fólksflutninga, sem skráðar eru fyrir 10 manns eða fleiri að meðtöldum ökumanni, að leyfilegri heildarþyngd 5 tonn eða meira. Greiða ber 30% vörugjald af hópferðabifreiðum sem skráðar eru fyrir 10 manns eða fleiri að meðtöldum ökumanni að leyfðri heildarþyngd 5 tonn eða minna.
 • Dráttarbifreiðar 
  • fyrir festivagna og sem aðallega eru gerðar til að draga annað ökutæki, sem eru yfir 5 tonn að heildarþyngd.  Greiða ber 13% vörugjald af dráttarbifreiðum fyrir festivagna sem aðallega eru gerðar til að draga annað ökutæki, að heildarþyngd 5 tonn eða minna.
  • að heildarþyngd 4 tonn eða meira sem gerðar eru til nota utan þjóðvega.
 • Ökutæki sem aðallega eru ætluð til vöruflutninga og eru yfir 5 tonn að heildarþyngd.
 • Vélknúin ökutæki til sérstakra nota, gálgabifreiðar, kranabifreiðar o.fl., sem ekki eru aðallega hönnuð til flutnings á mönnum eða vörum og ekki eru tilgreind annars staðar í þessari upptalningu, að heildarþyngd yfir 5 tonn.
 • Tengivagnar og festivagnar til vöruflutninga sem eru yfir 5 tonn að leyfðri heildarþyngd.
 • Ökutæki í eigu erlendra sendiráða, sendiræðisskrifstofa og sendiræðismanna eru undanþegin gjaldskyldu sé slíkt skylt samkvæmt milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að. Niðurfelling samkvæmt framangreindu nær einnig til ökutækja sem skráð eru á eignarleigu vegna eignarleigusamnings við framangreinda aðila. Skilyrði um eiganda og nýtingu bifreiða samkvæmt framangreindu eru til fjögurra ára.

Ef brotið er gegn framangreindum skilyrðum skal innheimta fullt vörugjald, þ.e. mismun á fjárhæð vörugjalds sem greitt var og þeirri fjárhæð sem borið hefði að greiða ef ekki hefði komið til lækkunar vörugjalds.

Lögveð er í viðkomandi ökutæki fyrir ógreiddu vörugjaldi. 

Framkvæmd lækkunar

Aftur upp

 • Ökutæki í eigu alþjóðasamtaka og -stofnana sem hér eru, eru undanþegin gjaldskyldu sé slíkt skylt samkvæmt milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að.  Niðurfelling samkvæmt framangreindu nær einnig til ökutækja sem skráð eru á eignarleigu vegna eignarleigusamnings við framangreinda aðila.  Skilyrði um eiganda og nýtingu bifreiða samkvæmt framangreindu eru til fjögurra ára.

Ef brotið er gegn framangreindum skilyrðum skal innheimta fullt vörugjald, þ.e. mismun á fjárhæð vörugjalds sem greitt var og þeirri fjárhæð sem borið hefði að greiða ef ekki hefði komið til lækkunar vörugjalds.

Lögveð er í viðkomandi ökutæki fyrir ógreiddu vörugjaldi. 

Framkvæmd lækkunar

Aftur upp

 • Ökutæki sem hafa í för með sér hverfandi mengun og eru knúin óhefðbundnum orkugjafa, svo sem rafhreyfli eða vetni, eru undanþegin gjaldskyldu. Sjá nánar.
 • Snjóplógar.
 • Slökkvibifreiðar í eigu ríkis, sveitarfélaga eða stofnana á þeirra vegum.  Skilyrði um eigu og nýtingu ökutækis skulu vera til fimm ára.
               
  Ef brotið er gegn framangreindum skilyrðum skal innheimta fullt vörugjald, þ.e. mismun á fjárhæð vörugjalds sem greitt var og þeirri fjárhæð sem borið hefði að greiða ef ekki hefði komið til lækkunar vörugjalds.

Lögveð er í viðkomandi ökutæki fyrir ógreiddu vörugjaldi. 

Framkvæmd lækkunar

Aftur upp

Sjúkrabifreiðar í eigu ríkis, sveitarfélaga eða stofnana á þeirra vegum.  Skilyrði um eiganda og nýtingu ökutækis skulu vera til fimm ára.
                   
Ef brotið er gegn framangreindum skilyrðum skal innheimta fullt vörugjald, þ.e. mismun á fjárhæð vörugjalds sem greitt var og þeirri fjárhæð sem borið hefði að greiða ef ekki hefði komið til lækkunar vörugjalds.

Lögveð er í viðkomandi ökutæki fyrir ógreiddu vörugjaldi. 

Framkvæmd lækkunar

Aftur upp

 • Sjálfhlaðandi eða sjálflosandi tengivagnar og festivagnar til landbúnaðarnota.
 • Bifreiðar í eigu ríkis, sveitarfélaga eða stofnana á þeirra vegum, sérstaklega búnar til flutnings á fötluðum, þ.m.t. búnar hjólastólalyftu og samþykktar af Tryggingastofnun ríkisins.  Skilyrði niðurfellingar skv. framangreindu er að bifreið verði skráð eign annað hvort hins fatlaða sjálfs eða ríkis, sveitarfélaga, stofnana á þeirra vegum eða aðila sem gert hafa sérstakan þjónustusamning við ríki eða sveitarfélag.  Skilyrði um eiganda og nýtingu bifreiðar eru til fjögurra ára.
     
  Ef brotið er gegn framangreindum skilyrðum skal innheimta fullt vörugjald, þ.e. mismun á fjárhæð vörugjalds sem greitt var og þeirri fjárhæð sem borið hefði að greiða ef ekki hefði komið til lækkunar vörugjalds.

Lögveð er í viðkomandi ökutæki fyrir ógreiddu vörugjaldi. 

Framkvæmd lækkunar

Aftur upp

 • Dráttarvélar til nota á lögbýlum.  Skilyrði um eiganda og nýtingu ökutækis eru til fimm ára.
  Ef brotið er gegn framangreindum skilyrðum skal innheimta fullt vörugjald, þ.e. mismun á fjárhæð vörugjalds sem greitt var og þeirri fjárhæð sem borið hefði að greiða ef ekki hefði komið til lækkunar vörugjalds.

Lögveð er í viðkomandi ökutæki fyrir ógreiddu vörugjaldi. 

Framkvæmd lækkunar

Aftur upp

 • Beltabifreiðar (snjóbílar), yfir 700 kg að eigin þyngd, sérstaklega ætlaðar til aksturs í snjó.
 • Haffær ökutæki á hjólum fyrir láð og lög.
 • Sérsmíðaðar keppnisbifreiðar sem eru skráðar sem slíkar og einungis notaðar í skipulögðum keppnum og æfingum á vegum samtaka akstursíþróttamanna, svo og til aksturs til og frá slíkum atburðum. 
 • Bifreiðar fatlaðra sem eru sérstaklega búnar til flutnings á þeim, þ.m.t. búnar hjólastólalayftu, og samþykktar af Tryggingastofnun ríkisins.
 • Ökutæki sem ætluð eru fyrir starfsemi björgunarsveita enda liggi fyrir staðfesting landssamtaka björgunarsveita á því að viðkomandi ökutæki verði einungis notað í þágu björgunarsveita.

Eftirtaldir aðilar þurfa ekki að greiða vörugjald við innflutning á ökutækjum til landsins:

 • Sendiráð, sendiræðismannsskrifstofur, sendierindrekar og sendiræðismenn erlendra ríkja.
 • Kjörræðismenn erlendra ríkja að því er varðar tilteknar skrifstofuvörur.
 • Aðilar sem undanþegnir eru tollskyldu eða skyldu til greiðslu vörugjalds með sérstökum lögum.

Sjá nánari ákvæði í:

 • Vínarsamningnum um stjórnmálasamband, sbr. lög nr. 16/1971, um aðild Íslands að alþjóðasamningi um stjórnmálasamband
 • Vínarsamningi um ræðissamband, sbr. lög nr. 4/1978, um aðild Íslands að alþjóðasamningi um ræðissamband

Aðrar undanþágur frá greiðslu vörugjalds eða aðflutningsgjalda við innflutning á ökutæki

Tollur og vörugjald skal lækka, falla niður eða endurgreiðast í eftirfarandi tilvikum, að uppfylltum þeim skilyrðum sem tilgreind eru:

 1. Í samræmi við ákvæði í fríverslunar- og milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að, frá þeim tíma er viðkomandi samningur hefur öðlast gildi að því er Ísland varðar.  Vörugjald á vörur sem upprunnar eru í fátækustu þróunarríkjum heims skulu falla niður til samræmis við niðurfellingu tolla á vörum sem upprunnar eru á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.
  Þau ríki sem skilgreind eru sem fátækustu þróunarríki heims eru talin upp í viðauka V með tollalögum.
                      
 2. Vegna tímabundins innflutnings í eftirfarandi tilvikum:
  • Af vörum sem sendar eru til landsins til sýningar eða flutnings um stundarsakir, enda verði þær ekki nýttar til annars. Jafnframt af vélum, tækjum og öðrum áhöldum sem eru send til landsins til reynslu um stuttan tíma.
  • Af tækjum, verkfærum og öðrum búnaði sem vísindamenn, vísindaleiðangrar, listamenn, verkfræðingar, iðnaðarmenn, björgunarleiðangrar og aðrir slíkir hafa meðferðis frá útlöndum til afnota hér við athuganir sínar, rannsóknir og starfsemi.
  • Af vörum sem eru sendar tímabundið hingað til lands til viðgerðar eða annarrar aðvinnslu.
  • Af vörum sem fluttar eru tímabundið hingað til lands til að fram geti farið á þeim nægileg aðvinnsla til að forða þeim frá rýrnun eða öðrum skemmdum.
                          
 3. Af bifreiðum, bifhjólum og tengivögnum sem skráðir eru erlendis og fluttir til landsins af mönnum sem hafa eða hafa haft fasta búsetu erlendis. Undanþága þessi getur gilt í allt að eitt ár en bifreiðin verður að vera flutt til landsins innan eins mánaðar frá komu viðkomandi til landsins.
           
  Uppfylli innflytjandi ekki framangreint skilyrði, þess efnis að hann hafi ekki launaða atvinnu og reki ekki fyrirtæki hér á landi, getur skatturinn þó eigi að síður framlengt tímabilið gegn greiðslu tolls og vörugjalds af sem nemur 1/60 hluta af tollverði viðkomandi ökutækis fyrir hvern byrjaðan mánuð sem leyfi er framlengt. Skatturinn getur heimilað greiðslu gjalda með skuldaviðurkenningu og fullnægjandi ábyrgð.
             
  Framangreind ákvæði gilda eftir því sem við getur átt um bifreiðar sem erlendir ferðamannahópar, ferðaskrifstofur eða aðrir sem atvinnu hafa af slíkum fólksflutningum flytja til landsins vegna hópferðalaga um landið, enda verði þær fluttar úr landi með þeim ferðamannahópi sem bifreiðin var ætluð í upphafi.
             
  Ákvæði töluliðar þessa gilda með sama hætti um nýjar óskráðar bifreiðar og bifhjól sem keypt eru hér á landi. Ökutæki þessi skulu skráð sérstaklega og uppfylla frekari skilyrði sem innanríkisráðuneytið kann að setja. Undanþága frá greiðslu tolls og vörugjalds samkvæmt þessari málsgrein miðast við skráningardag ökutækis.
                     
  Þegar leyfi er veitt til tímabundins tollfrjáls innflutnings ökutækis skv. framangreindu skal heimilt að flytja eldsneyti með ökutæki í innbyggðum eldsneytisgeymum þess án greiðslu aðflutningsgjalda. Jafnframt skal eiganda eða umráðamanni heimilt, ef ökutæki bilar eða verður fyrir tjóni, að flytja inn varahluti í ökutækið toll- og vörugjaldsfrjálst.
           
 4. Af stærri tækjum, þ.m.t. ökutækjum sem send eru hingað til lands til notkunar um stuttan tíma, þó ekki lengur en í tólf mánuði, og endursend eru þegar að notkun lokinni. Tollur og vörugjald skal í slíkum tilvikum reiknaður af leiguverði fyrir tækin í stað hefðbundins tollverðs. Liggi leiguverð tækis ekki fyrir má reikna toll og vörugjald af áætlaðri leigu sem ákvörðuð skal sem 1/60 hluti eðlilegs tollverðs fyrir hvern byrjaðan mánuð sem tækið er hér á landi.
           
 5. Af vörum sem tollafgreiddar hafa verið hingað til lands en eru síðar seldar ónotaðar til útlanda eða í tollfrjálsa verslun.
                    
 6. Af vörum sem reynast gallaðar eða hafa eyðilagst, rýrnað eða orðið fyrir skemmdum á leið hingað til lands, við affermingu, í vörslu tollyfirvalda, í viðurkenndum geymslum fyrir ótollafgreiddar vörur eða í flutningi milli tollhafna innan lands, áður en þær eru afhentar viðtakanda.
                    
 7. Af björgunarbúnaði og björgunartækjum, enda liggi fyrir staðfesting landssamtaka björgunarsveita á að búnaðurinn verði einungis nýttur í starfsemi björgunarsveita.
                     
 8. Ökutæki sem endursend eru hingað frá útlöndum vegna þess að þau seldust ekki þar eða endursend eru hingað frá útlöndum af öðrum orsökum og færðar eru að mati tollyfirvalds fullnægjandi sönnur fyrir því að um sé að ræða ökutæki útflutt héðan.


Sjá einnig þessar upplýsingar:

 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir