Verslað á netinu

Sleppa leiðarkerfi
ForsíðaForsíða farsímaútgáfu

Verslað á netinu

Þessi síða fjallar um helstu atriði sem gott er fyrir einstaklinga að hafa í huga þegar vörur eru pantaðar frá útlöndum hvort sem það er í gegnum netið eða með öðrum hætti.

Allar vörur sem fluttar eru til landsins eru tollskyldar án tillits til verðmætis nema annað sé sérstaklega tekið fram í lögum og reglugerðum, svo sem vegna tollfríðinda tækifærisgjafa eða ferðamanna.

Þetta þýðir að allar vörur eru tollskyldar hvort sem verðmæti þeirra er $1 eða $1.000. Ekki skiptir heldur máli hvernig vara var flutt til landsins. Hér má nefna innflutning með póstsendingu, hraðsendingu, almennri frakt eða farangur ferðamanna sem uppfyllir ekki skilyrði tollfríðinda eða þau fullnýtt.

Innflytjandi ber ábyrgð á réttum upplýsingum um vörusendingu og greiðslu aðflutningsgjalda.

Áður en pantað er:

Almenn öryggisatriði

  • Kannið bakgrunn þess sem versla á við áður en kortanúmer eða aðrar persónulegar upplýsingar eru gefnar upp (hvað segja aðrir um seljandann).
  • Lesið vel kaup- og afhendingarskilmála áður en ákveðið er að ganga að kaupunum.

Námskeið um örugg viðskipti á vef eBay (á ensku).

Hvert kemur varan mín?

Það fer eftir því hvernig varan var send til landsins af þeim sem sendi vöruna. Í mörgum tilfellum sendir seljandinn þér svokallað tracking númer. Það getur þú notað til að fylgjast með sendingunni á leiðinni til landsins. 

Vörur eru aldrei sendar til Tollstjóra.

Þessir aðilar hafa samband við þig þegar varan er komin til að afhenda þér vöruna eftir að tollafgreiðslu er lokið og jafnframt ef þeir þurfa á frekari upplýsingum að halda til að geta framkvæmt tollafgreiðslu t.d. ef vörureikning vantar.

Gjöld á Íslandi:

Hvað þarf að varast:

Sumar vörur er bannað að flytja til landsins samkvæmt íslenskum lögum þótt hægt sé að panta þær á netinu. Þetta á til dæmis við um dýr og plöntur, lyf til lækninga, eiturlyf og vopn. 

Er hægt að skila vöru sem pöntuð er á netinu?

Oftast bjóða seljendur kaupendum upp á að geta skilað vöru sem pöntuð var á netinu. 
 
Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga ef endursenda á vöru.
 
Í sumum tilvikum og að uppfylltum vissum skilyrðum getur verið mögulegt að fá endurgreiðslu, lækkun eða niðurfellingu þeirra gjalda sem leggja ber á vöruna:

  • Ef varan er ekki sótt, eða hún er endursend vegna þess að viðtakandi hefur ekki fundist eða neitað hefur verið að taka við henni og hún endursend til þess sem sendi hana.
  • Ef varan hefur verið sótt og síðan endursend ónotuð til sama aðila og hún var send frá, eru aðflutningsgjöld endurgreidd, að uppfylltum sömu skilyrðum og nefnd eru hér að ofan.
  • Ef það kemur í ljós að varan er gölluð og hún er endursend ónotuð til seljanda skal lækka, fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjöld af henni. Sama á við þótt galli hafi ekki komið í ljós fyrr en við notkun, enda sé hann þess eðlis að ekki hafi verið unnt að ganga úr skugga um hann fyrr.

Athugið að ef ný vara er send í staðinn fyrir þá sem var endursend, getur þurft að greiða gjöldin aftur af nýju vörunni, jafnvel þótt sú gallaða hafi verið í ábyrgð.

Sjá nánar: undanþágur frá greiðslu aðflutningsgjalda.

Ef frekari upplýsingar vantar hafið þá samband við þjónustufulltrúa Tollstjóra í síma 560-0315, milli klukkan 8:00-16:00, alla virka daga eða hafið samband

 

Prófaðu reiknivél fyrir innflutningsgjöld

Til baka

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir