Tilkynning vegna VEF-tollafgreiðslu og breytinga á reit 37 - Tollmeðferð

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tilkynning vegna VEF-tollafgreiðslu og breytinga á reit 37 - Tollmeðferð

18.08.2003

Sú breyting hefur verið gerð á VEF-útflutningsskýrslu að bætt hefur verið inn í fellilista reits 37 fyrir tollmeðferð vöru kóda 15: Áður innfluttar vörur endurseldar til útlanda.

Leiðbeiningar fyrir þennan reit sem útflytjandi getur kallað fram við gerð útflutningsskýrslu á VEF líta þá svona út:

37   Tollmeðferð
Hér skal tilgreina tollmeðferð vöru í vöruliðnum með því að velja úr fellilista einn eftirfarandi lykla, er tilgreina þá tollmeðferð sem heimil er í VEF-útflutningsskýrslu.

 
Lykill
Venjulegur útflutningur
10 Sala á íslenskum vörum til útlanda
11 Vörur sendar án endurgjalds, gjafir, prentvara o.fl.
Endurseldar vörur
15 Áður innfluttar vörur endurseldar til útlanda
Tímabundinn útflutningur
20 Vara til tímabundinna nota erlendis í allt að 12 mánuði

  
Tollstjórinn í Reykjavík
Tölvukerfi tollafgreiðslu og upplýsingavinnsla
ttu@tollur.is

 

Til baka