Tilkynning um vörusendingar, sem afhentar eru til innflutnings á neyðarleyfi

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tilkynning um vörusendingar, sem afhentar eru til innflutnings á neyðarleyfi

08.12.2003

Þann 1. janúar 2004 mun tollstjórinn í Reykjavík taka upp breytt vinnubrögð við afgreiðslu vöru samkvæmt II. kafla reglugerðar nr. 724/1997 um afhendingu farmflytjanda í neyðartilvikum.

Eingöngu verður afhent vara sem ekki þolir bið í vörugeymslu farmflytjanda vegna ástands hennar og tollafgreiðslu skv. 14. gr. tollalaga nr. 55/1987 verði ekki viðkomið.

Jafnframt verður frá og með sama degi hætt að taka til tollafgreiðslu hjá tollstjóranum í Reykjavík vörur sem afhentar hafa verið gegn bráðabirgðarleyfi í neyðartilvikum hjá öðrum tollstjórum. Samkvæmt 106. gr. tollalaga nr. 55/1987 skal vara afgreidd í því umdæmi sem hún kemur til landsins nema hún sé send ótollafgreidd í annað umdæmi. Skulu farmflytjendur því umskrá vörur í það umdæmi sem innflytjandi ætlar að tollafgreiða vöruna gegn bráðabirgðartollafgreiðslu í, sé það annað heldur en farmskrá vöru segir til um við komu til landsins.

8. desember 2003

Tollstjórinn í Reykjavík 

Til baka