Ný rafræn skilríki vegna VEF-tollafgreiðslu

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Ný rafræn skilríki vegna VEF-tollafgreiðslu

11.12.2003

Eldri rafræn skilríki vegna VEF-tollafgreiðslu felld úr gildi
Þau rafrænu skilríki, sem tollstjóri gaf út til og með 16. apríl 2003 er unnt að nota til aðgangs að VEF-tollafgreiðslu þar til þau verða felld úr gildi frá og með 1. desember 2003. Handhafar þessara rafrænu skilríkja hafa fengið tilkynningu með tölvupósti um framangreint og með upplýsingum um hvernig sótt er um ný rafræn skilríki.

Breytingar á útgáfu rafrænna skilríkja vegna nýrra skilríkja á vegum fjármálaráðuneytisins og nokkurra opinberra stofnana
Skv. ákvörðun fjármálaráðuneytisins hafa verið tekin upp ný rafræn skilríki, m.a. í tengslum við ýmis tilraunaverkefni um notkun rafrænna skilríkja hjá nokkrum ríkisstofnunum. Sjá nánar fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins: Fréttatilkynning nr. 2/2003. Starfsmenn fyrirtækja, sem fengið hafa rafræn skilríki frá og með 17. apríl 2003 eru með nýju skilríkin. Allir starfsmenn inn- og útflytjenda, sem eru handhafar eldri rafrænna skilríkja frá tollstjóranum í Reykjavík vegna aðgangs að VEF-tollafgreiðslu þurfa að sækja um ný rafræn skilríki.

Umsókn um ný rafræn skilríki frá skilriki.is
Til að sækja um ný rafræn skilríki er smellt á þessa slóð:
https://www.skilriki.is/umsokn/

Við afgreiðslu umsóknar um rafræn skilríki fær umsækjandi tölvupóst varðandi hvert skref og hvað skuli gera næst.

Tölvupóstfang handhafa rafrænna skilríkja þarf að vera persónubundið
Athygli er vakin á því að tölvupóstfang umsækjanda, sem skráð er í umsókn um rafræn skilríki, þarf að vera persónubundið tölvupóstfang á vinnustað. Tölvupóstfang umsækjanda verður hluti af rafrænu skilríkjunum, sem eru persónuskilríki.

Aðgangur að vef VEF-tollafgreiðslu með nýjum skilríkjum
Þegar starfsmaður inn- eða útflytjanda hefur fengið nýju skilríkin þá skal hann fara á vef VEF-tollafgreiðslu á slóðinni https://vefafgreidsla.tollur.is/VEF-tollafgreidsla. Athugið að þetta er önnur slóð en gildir fyrir eldri rafræn skilríki tollstjóra, og því verður e.a. að uppfæra slóðina í „Favorites“ í vafra starfsmanns.

Eyðublað fyrir tilkynningar um breytingar á starfsmönnum sem sinna VEF-tollafgreiðslu hjá fyrirtæki
Ef starfsmaður sem hafði rafræn skilríki er hættur störfum hjá fyrirtækinu eða sækja þarf um skilríki fyrir nýjan starfsmann, skal fylla út eyðublað sem nálgast má á vef tollsins www.tollur.is á þessari slóð:
http://www.tollur.is/tollur/veftoll/umsokn/Breyting.pdf (pdf skjal Acrobat Reader)

Aðstoð og upplýsingar um aðgang og tæknileg mál vefs fyrir VEF-tollafgreiðslu
Tollstjórinn í Reykjavík
VEF-tollafgreiðsla
TTU-deild - Tölvukerfi tollafgreiðslu og upplýsingavinnsla
Skúlagötu 17
101 Reykjavík
Sími: 560 0502
Sendið fyrirspurnir á tölvupóstfang: ttu@tollur.is 

Aðstoð vegna innritunar og uppsetningar á rafrænum skilríkjum
Skýrr hf - þjónustuver - sími 569 5200
Sendið fyrirspurnir og beiðnir um aðstoð á tölvupóstfang: hjalp@skilriki.is

Fyrirspurnir um tollafgreiðslu og tollamál almennt
Fyrirspurnum um tollafgreiðslu og tollamál almennt skal beina til tollstjóra í því tollumdæmi þar sem fyrirtæki á lögheimili eða þar sem vörusending verður eða er til tollmeðferðar, þ.e. til tollstjórans í Reykjavík eða viðkomandi sýslumannsembættis utan Reykjavíkur.

Til baka