Tilkynning nr. 2/2004 til innflytjenda vegna fuglaflensufaraldurs

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tilkynning nr. 2/2004 til innflytjenda vegna fuglaflensufaraldurs

26.02.2004

Tilkynning til innflytjenda vegna fuglaflensufaraldurs, Avian inflúensu. 

 

Vakin er athygli innflytjenda á auglýsingu nr. 195/2004 um bann við innflutningi frá Bandaríkjum Norður-Ameríku vegna Avian inflúensu eða fuglaflensu (hænsnapest).

Umræddur fuglasjúkdómur er mjög skæður og hefur aldrei greinst á Íslandi.  Samkvæmt auglýsingunni er sett bann við innflutningi til landsins á lifandi fuglum, frjóeggjum og hráum afurðum alifugla frá Bandaríkjum  Norður-Ameríku.

Sjúkdómurinn hefur nú komið upp í a.m.k. 9 Asíulöndum auk Bandaríkjanna Norður-Ameríku.  Um er að ræða bráðsmitandi fuglasjúkdóm sem getur borist frá fuglum til manna með snertingu við sýktan fugl.  Komist menn í snertingu við sýktan alifugl, saur eða jarðveg sem sýkst hefur er um hugsanlegt smit að ræða.

Athygli er vakin á því að bannað er að flytja inn þær vörur sem taldar eru upp í reglugerð nr. 416/2002 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins.

Komist aðilar í beina snertingu við vöru sem óttast er að haldin sé smiti er ráðlagt að þvo hendur vel með sápu og vatni og hafa samband við lækni strax. 

 

26. febrúar 2004

Tollstjórinn í Reykjavík
 

Til baka