Tilkynning nr. 4/2004 til innflytjenda vegna breytinga á lögum og reglugerðum

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tilkynning nr. 4/2004 til innflytjenda vegna breytinga á lögum og reglugerðum

30.06.2004

Umferðarlög Lög um olíugjald, kílómetragjald o.fl. Lög um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. Reglugerð um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins Lög um eiturefni og hættuleg efni Reglugerðir um úthlutun á tollkvótum Flutningsjöfnunargjald á sementi Flutningsjöfnunargjald á olíuvörum Lög um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur Skráningarskírteini innfluttra notaðra ökutækja

Umferðarlög Þann 18. júní sl. tók gildi breyting á umferðarlögum nr. 50/1987, með síðari breytingum. Með lögunum hafa eftirfarandi breytingar verið gerðar á 2. gr. laganna þar sem liðurinn Reiðhjól orðast nú svo:

 • Ökutæki, sem knúið er áfram með stig- eða sveifarbúnaði og eigi er eingögngu ætlað til leiks.
 • Vélknúinn hjólastóll, sem eigi er hannaður til hraðari aksturs en 15 km á klst. og verður einungis ekið hraðar með verulegri breytingu.
 • Lítil vél- eða rafknúin ökutæki, sem hönnuð eru til aksturs á hraða frá 8 km og upp í 15 km á klst. Undir þessa skilgreiningu fellur m.a. vélknúið hlaupahjól sem knúið er stigbretti, er á hjólum og með stöng að framan sem á er stýri. Slíkum farartækjum má ekki aka á akbraut.

Þau tollskrárnúmer sem falla undir c-lið framangreinds ákvæðis eru 8711.1000 og 8711.9091.

Við liðinn Torfærutæki bætist nýr stafliður sem orðast svo:

Vélknúið ökutæki sem aðallega er ætlað til vöruflutninga utan vega, er a.m.k. á fjórum hjólum og innan við 550 kg að eigin þyngd án rafgeyma sé það rafknúið.

Sjá nánar A-deild Stjórnartíðinda.

Lög um olíugjald, kílómetragjald o.fl. Þann 1. júlí 2005 taka gildi lög nr. 87/2004 um olíugjald, kílómetragjald o.fl.. Frá og með sama tíma falla úr gildi lög nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar. Ákvæði þeirra laga skulu þó gilda um þungaskatt sem greiða á af notkun ökutækja til 1. júlí 2005.

Með gildistöku laganna skal greiða í ríkissjóð vörugjald af gas- og dísilolíu sem flokkast í tollskrárnúmer 2710.1930 og nothæf er sem eldsneyti á ökutæki. Í lögunum er vörugjald á olíu nefnt olíugjald. Gjaldskylda skv. framangreindu nær einnig til olíu í öðrum tollskrárnúmerum sem blönduð hefur verið gjaldskyldri olíu, enda séu blöndurnar nothæfar sem eldsneyti á ökutæki.

Fjárhæð olíugjalds skal vera 45 kr. á hvern lítra af olíu.

Tollstjórar annast álagningu og innheimtu olíugjalds af gjaldskyldri olíu sem aðrir en þeir sem skráðir hafa verið skv. 3. gr. laganna flytja til landsins. Ríkisskattstjóri annast álagningu olíugjalds á þá sem skráningarskyldir eru skv. 3. gr. vegna sölu þeirra og eigin nota á gjaldskyldri olíu.

Gjaldskyldir aðilar samkvæmt lögunum eru (3. gr.):

 • þeir sem framleiða eða stunda aðvinnslu olíu sem gjaldskyld er skv. 1. gr.,
 • þeir sem flytja inn, til endursölu eða eigin nota, olíu sem gjaldskyld er skv. 1. gr.,
 • þeir sem kaupa olíu innan lands til endursölu.
 • Ríkisskattstjóri heldur skrá yfir gjaldskylda aðila. Um undanþágur og endurgreiðslur vísast til 5. og 6. gr. laganna. Beiðnir um endurgreiðslu skulu afgreiddar af ríkisskattstjóra.

  Um uppgjör og innheimtu vísast til 9.-12. gr. laganna. Gjaldskyldir aðilar, sem hlotið hafa skráningu skv. 3. gr., skulu greiða olíugjald af gjaldskyldri olíu fyrir hvert uppgjörstímabil miðað við sölu eða afhendingu og eigin notkun. Þeir sem flytja inn gjaldskylda olíu til eigin nota skulu greiða olíugjald við tollafgreiðslu.

  Við uppgjör olíugjalds má draga frá fjárhæð sem nemur sannanlega töpuðum útistandandi kröfum til greiðslu olíugjalds sem áður hefur verið skilað í ríkissjóð.

  Til gjaldskyldrar sölu eða afhendingar telst ekki:

 • olía sem afhent er öðrum gjaldskyldum aðila,
 • olía sem flutt er úr landi,
 • olía sem sannanlega hefur farið forgörðum vegna leka, eldsvoða eða rýrnunar af öðrum sambærilegum ástæðum.
 • Uppgjörstímabil olíugjalds er einn mánuður. Gjalddagi er fimmtándi dagur annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils. Beri gjalddaga upp á helgidag eða almennan frídag færist hann yfir á næsta virka dag á eftir. Eigi síðar en á gjalddaga skulu gjaldskyldir aðilar, sem hlotið hafa skráningu skv. 3. gr., ótilkvaddir skila innheimtumanni ríkissjóðs skýrslu, olíugjaldsskýrslu, yfir magn gjaldskyldrar og gjaldfrjálsrar olíu á uppgjörstímabilinu og standa skil á greiðslu olíugjaldsins.

  Kílómetragjald Greiða skal kílómetragjald af eftirtöldum ökutækjum:

 • bifreiðum sem skráðar eru hér á landi sem eru 10.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd, þó ekki af bifreiðum sem ætlaðar eru til fólksflutninga,
 • eftirvögnum sem skráðir eru hér á landi og eru 10.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd,
 • bifreiðum og eftirvögnum, sbr. 1. og 2. tölul., sem skráð eru erlendis og flutt hingað til lands.
 • Tollstjóri skal við komu og brottför ökutækis lesa af ökumæli þess og ákvarða kílómetragjald í samræmi við ekinn kílómetrafjölda.

  Gjaldskylda samkvæmt framangreindu hvílir á skráðum eiganda ökutækis á álestrardegi eða afskráningardegi hafi ökutæki verið afskráð. Hafi orðið eigendaskipti á ökutæki án þess að það hafi verið tilkynnt til skráningar hvílir gjaldskyldan jafnframt á nýjum eiganda. Ef annar aðili en skráður eigandi hefur umráðarétt yfir skráningarskyldu ökutæki ber hann óskipta ábyrgð með skráðum eiganda á greiðslu kílómetragjalds. Skylda til greiðslu kílómetragjalds af ökutæki sem skráð er erlendis hvílir á innflytjanda þess.

  Kílómetragjald af gjaldskyldum bifreiðum skv. 1. tölul. 1. mgr., sbr. 3. tölul., skal vera sem hér segir:

  Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" /-->

  Kílómetragjald, kr.

  Leyfð heildarþyngd ökutækis, kg

  Kílómetragjald, kr.

  10.000–11.000

  0,29

  21.001–22.000

  6 ,89

  11.001–12.000

  0,89

  22.001–23.000

  7 ,49

  12.001–13.000

  1,49

  23.001–24.000

  8 ,09

  13.001–14.000

  2,09

  24.001–25.000

  8 ,69

  14.001–15.000

  2,69

  25.001–26.000

  9 ,29

  15.001–16.000

  3,29

  26.001–27.000

  9 ,89

  16.001–17.000

  3,89

  27.001–28.000

  10 ,49

  17.001–18.000

  4,49

  28.001–29.000

  11 ,09

  18.001–19.000

  5,09

  29.001–30.000

  11 ,69

  19.001–20.000

  5,69

  30.001–31.000

  12 ,29

  20.001–21.000

  6,29

  31.001 og yfir

  12 ,89

  Kílómetragjald af gjaldskyldum eftirvögnum skv. 2. tölul. 1. mgr., sbr. 3. tölul., skal vera sama fjárhæð kílómetragjaldsins og kveðið er á um í 3. mgr.

  Eigendur eða umráðamenn ökutækja til sérstakra nota, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 4. gr., skulu greiða kílómetragjald skv. 3. mgr.

  Upphæð kílómetragjalds ræðst af gjaldþyngd ökutækis. Gjaldþyngd ökutækis skal vera leyfð heildarþyngd þess, sbr. ákvæði reglugerðar nr. 528/1998, um stærð og þyngd ökutækja. Samanlögð gjaldþyngd samtengdra ökutækja skal vera að hámarki 40.000 kg fyrir fimm ása samtengd ökutæki og 44.000 kg fyrir sex ása samtengd ökutæki.

  Kílómetragjald af bifreiðum og eftirvögnum sem skráð eru erlendis og flutt hingað til lands skal greiða við brottför bifreiðar eða vagns úr landi.

  Álestrartímabil eru frá 1. desember til 15. desember og frá 1. júní til 15. júní ár hvert. Eigandi eða umráðamaður ökutækis sem kílómetragjald er greitt af skal án sérstakrar tilkynningar koma með ökutæki til álestraraðila á álestrartímabili og láta lesa á og skrá stöðu ökumælis.

  Gjalddagi kílómetragjalds fyrir álestrartímabilið 1. desember til 15. desember er 1. janúar þar á eftir og gjalddagi kílómetragjalds fyrir álestrartímabilið 1. júní til 15. júní er 1. júlí þar á eftir. Við eigendaskipti ökutækis er gjalddagi og álestrardagur sá sami, sbr. 21. gr. Eindagar skattsins eru 15. febrúar og 15. ágúst.

  Um ákvörðun kílómetragjalds vísast nánar til 15. gr. laganna.

  Hafi gjöld samkvæmt lögunum ekki verið greidd á gjalddaga skal lögreglustjóri að kröfu tollstjóra stöðva ökutækið hvar sem það fer og taka skráningarmerki þess til geymslu.

  Ef gjaldskylt ökutæki er flutt tímabundið úr landi skal ekki greiða kílómetragjald vegna þess aksturs sem sannanlega hefur átt sér stað erlendis enda tilkynni eigandi eða umráðamaður ríkisskattstjóra um akstur erlendis og framvísi innflutnings- og útflutningsskýrslu með staðfestingu tollyfirvalda á kílómetrastöðu ökurita eða ökumælis og hraðamælis við útflutning og innflutning.

  Óheimilt er að skipa ökutæki úr landi nema greitt hafi verið álagt kílómetragjald.

  Sjá nánar A-deild Stjórnartíðinda.

  Lög um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. Með gildistöku laga nr. 87/2004, þann 1. júlí 2005, um olíugjald, kílómetragjald o.fl. verða eftirtaldar breytingar á ákvæðum laga nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.:

  Vörugjald, LB-gjald, af hverjum lítra af bensíni lækkar úr 11,34 kr. í 9,28 kr.

  Sérstakt vörugjald af bensíni, s.k. bensíngjald, hækkar á eftirfarandi hátt: Bensíngjald af blýlausu bensíni, s.k. C1-gjald, skal vera 32,95 kr. af hverjum lítra. Af öðru bensíni skal greiða s.k. C2-gjald, 34,92 kr. af hverjum lítra.

  Reglugerð um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins Þann 21. júní sl. tók gildi reglugerð nr. 509/2004 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins. Með gildistöku reglugerðarinnar er felld úr gildi reglugerð um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins nr. 416/2002.

  Reglugerðin gildir um innflutning á hvers konar afurðum dýra og öðrum vörum, sem smitefni geta borist með er valda sjúkdómum í dýrum og mönnum.

  Helstu breytingarnar er að finna í 3. gr. reglugerðarinnar þar sem taldar eru upp afurðir dýra og vara sem geta borið með sér smitefni er valda sjúkdómum í dýrum og mönnum er óheimilt að flytja til landsins samanber þó nánari útlistun í IV. kafla reglugerðarinnar. Helsta nýmælið er að finna í c-lið 1. mgr. þar sem segir að óheimilt sé að flytja til landsins afurðir og vörur eins og kjötmjöl, beinamjöl og fóðurvörur unnar úr afurðum eða úrgangi spendýra og fugla nema samkvæmt sérstöku leyfi.

  Þá er í III. kafla reglugerðarinnar fjallað sérstaklega um matvæli og gæludýrafóður. Vakin skal athygli á því að bætt hefur verið við vörulið 1602 í upptalningu 5. gr. reglugerðarinnar, þar sem nefnd er skylda til vottunar innfluttra matvæla sem ekki hafa hlotið fullnægjandi hitameðferð.

  Umfjöllun um gæludýrafóður er komið fyrir í 6. gr. reglugerðarinnar og er hún að nokkru leyti nýmæli. Þar er gert ráð fyrir að leyfður sé innflutningur á gæludýrafóðri sem meðhöndlaður hefur verið á eftirfarandi hátt og staðfesting þess efnis kemur fram á viðskiptayfirlýsingu (commercial document) frá EES svæðinu eða vottorði sem ESB viðurkennir þegar um 3ju ríki er að ræða:

  • nagbein úr skinnum eða leðri hafi verið hituð nægilega til að drepa smitandi lífverur (þ.m.t. salmonellu),
  • niðursoðið fóður hafi verið hitað að lágmarki 3.0 í Fc gildi í loftþéttum umbúðum,
  • mjólkurvörur hafi verið gerilsneyddar.
  • annað gæludýrafóður en nefnt er hér að ofan hafi verið hitað upp í kjarnahita a.m.k. 90°C.

  Aðfangaeftirlitið fer með eftirlit með ofangreindum staðfestingum og skal innflytjandi leggja þær fram ásamt öðrum skjölum sem krafist er samkvæmt reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri.

  Innflytjandi gæludýrafóðurs skal alltaf þegar að innflutningur á sér stað leggja fram hjá Aðfangeftirlitinu staðfestingu skv. framangreindu.

  Um innflutning notaðra landbúnaðartækja gilda ákvæði 8. gr. reglugerðarinnar. Samkvæmt henni skal innflytjandi notaðra landbúnaðarvéla og áhalda, þar með taldra hestakerra og annarra tækja sem notuð hafa verið í landbúnaði sbr. j. lið 3. gr. alltaf sækja um innflutningsleyfi til landbúnaðarráðherra og skal hann hafa aflað slíks leyfis áður en viðkomandi vörur eru sendar frá útflutningslandi. Landbúnaðarráðherra getur heimilað innflutning á tækjum sbr. framangreint að fengnum meðmælum yfirdýralæknis enda þyki sannað að ekki berist smitefni með þeim sem valdið geta dýrasjúkdómum. Með umsókn um leyfi til innflutnings skal leggja fram til umsagnar yfirdýralæknis upplýsingar um uppruna- og framleiðsluland, tegund, framleiðanda, ásamt opinberu dýralæknisvottorðið um að fullnægjandi hreinsun og sótthreinsun hafi farið fram í útflutningslandi.

  Í 11. gr. reglugerðarinnar kemur fram að yfirdýralæknir geti gefið út lista yfir soðin eða unnin matvæli sem sannanlega uppfylla skilyrði til innflutnings vegna fullnægjandi hitameðferðar eða sambærilegrar meðferðar, en bera hins vegar ekki með sér merki um slíka meðferð á umbúðum framleiðanda. Skal þá slíkur listi þá liggja frammi hjá tollayfirvöldum og vera aðgengilegur á heimasíðu embættis yfirdýralæknis. Slíkur listi liggur ekki fyrir enn sem komið er.

  Lög um eiturefni og hættuleg efni Þann 28. maí sl. voru samþykkt á Alþingi lög um breytingu á lögum um eiturefni og hættuleg efni nr. 52/1988. Með tilkomu breytinganna er hugtakinu sæfiefnum bætt inn í lögin og nánari útlistun á þeim. Sæfiefni eru t.d. viðarvörn, nagdýraeitur, skordýraeitur, gróðurhindrandi efni, sótthreinsandi efni og rotvarnarefni. Eiturefni og hættuleg efni, hrein og blönduð, má því einungis flytja til landsins, selja eða nota sem plöntulyf, illgresiseyði (örgresisefni), stýriefni eða sæfiefni að þau hafi verið skráð sem slík, annaðhvort með samheiti eða með sérheiti framleiðanda.

  Sjá nánar A-deild Stjórnartíðinda.

  Reglugerðir um úthlutun á tollkvótum

  • Grænmeti

  Þann 22. júní sl. tók gildi reglugerð nr. 525/2004 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti. Ákvæði eftirfarandi töflu gilda um tollkvóta, tímabil innflutnings, verð- og magntoll:

  Vara

  Tímabil

  Vörumagn

  Verðtollur

  Magntollur

  Tollnúmer:

  kg

  %

  kr./kg

  0701.9001

  Bökunarkartöflur, 65 mm eða stærri

  22.06.-30.09.04

  ótilgr.

  0

  0

  0701.9009

  Annars (kartöflur)

  22.06.-01.08.04

  ótilgr.

  0

  0

  0701.9009

  Annars (kartöflur)

  02.08.-30.09.04

  ótilgr.

  0

  60

  0703.9001

  Blaðlaukur

  01.07.-30.09.04

  ótilgr.

  0

  0

  0704.1000

  Blómkál

  01.07.-04.07.04

  ótilgr.

  0

  0

  0704.1000

  Blómkál

  05.07.-11.07.04

  ótilgr.

  0

  88

  0704.1000

  Blómkál

  12.07.-18.07.04

  ótilgr.

  0

  132

  0704.1000

  Blómkál

  19.07.-30.09.04

  ótilgr.

  0

  176

  0704.9001

  Hvítkál

  01.07.-18.07.04

  ótilgr.

  0

  0

  0704.9001

  Hvítkál

  19.07.-25.07.04

  ótilgr.

  0

  40

  0704.9001

  Hvítkál

  26.07.-30.09.04

  ótilgr.

  0

  79

  0704.9002

  Rauðkál

  01.07.-30.09.04

  ótilgr.

  0

  0

  0704.9003

  Kínakál

  28.06.-30.09.04

  ótilgr.

  0

  206

  0704.9004

  Spergilkál

  01.07.-11.07.04

  ótilgr.

  0

  0

  0704.9004

  Spergilkál

  12.07.-18.07.04

  ótilgr.

  0

  141

  0704.9004

  Spergilkál

  19.07.-25.07.04

  ótilgr.

  0

  197

  0704.9004

  Spergilkál

  26.07.-30.09.04

  ótilgr.

  0

  282

  0706.1000

  Gulrætur og næpur

  01.07.-25.07.04

  ótilgr.

  0

  0

  0706.1000

  Gulrætur og næpur

  26.07.-01.08.04

  ótilgr.

  0

  68

  0706.1000

  Gulrætur og næpur

  02.08.-30.09.04

  ótilgr.

  0

  136

  0706.9001

  Gulrófur

  01.07.-30.09.04

  ótilgr.

  0

  0

  0706.9002

  Rauðrófur

  01.07.-30.09.04

  ótilgr.

  0

  0

  0709.4000

  Selja, önnur en seljurót

  01.07.-25.07.04

  ótilgr.

  0

  0

  0709.4000

  Selja, önnur en seljurót

  26.07.-01.08.04

  ótilgr.

  0

  83

  0709.4000

  Selja, önnur en seljurót

  02.08.-08.08.04

  ótilgr.

  0

  138

  0709.4000

  Selja, önnur en seljurót

  09.08.-30.09.04

  ótilgr.

  0

  193

  0709.5100

  Sveppir

  01.07.-30.09.04

  ótilgr.

  0

  80

  • Nautgripa-, svína-, alifugla- og hreindýrakjöt

  Þann 27. maí sl. tók gildi reglugerð nr. 459/2004 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 403/2004 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á nautgripa-, svína-, alifugla- og hreindýrakjöti.

  Eftirfarandi tollnúmer falla út í upptalningu í 2. gr. reglugerðarinnar:

  Vara

  Tímabil

  Vörumagn

  Verðtollur

  Magntollur

  kg

  %

  kr./kg

  Annað kjöt, fryst - vöruliður 0208:

  Tollnúmer:

  Hreindýrakjöt

  9.000

  0208.9007

  Beinlaust hreindýrakjöt, fryst

  01.07.04 - 30.06.05

  0

  515

  0208.9008

  Hreindýrakjöt með beini, fryst

  01.07.04 - 30.06.05

  0

  515

  Eftirfarandi tollnúmer bætast við upptalningu í 2. gr. reglugerðarinnar:

  Vara

  Tímabil

  Vörumagn

  Verðtollur

  Magntollur

  kg

  %

  kr./kg

  Tollnúmer:

  Hreindýrakjöt fryst – vöruliður 0208

  0208.9007

  Beinlaust hreindýrakjöt, fryst

  01.07.04 – 30.06.05

  ótilgreint

  0

  515

  0208.9008

  Hreindýrakjöt með beini, fryst

  01.07.04 – 30.06.05

  ótilgreint

  0

  515

  Úr tollnúmeri:

  0208.9008

  Hreindýrakjöt í heilum og hálfum skrokkum

  til 31.12.04

  ótilgreint

  0

  0

  • Smjör og ostar

  Þann 12. maí sl. tók gildir reglugerð nr. 402/2004 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á smöri og ostum.

  Ákvæði eftirfarandi töflu a og b gilda um vörumagn, tímabil innflutnings, verð- og magntoll:

  Vara

  Tímabil

  Vörumagn

  Verðtollur

  Magntollur

  Tollnúmer:

  kg

  %

  kr./kg

  a)

  0405.xxxx

  Smjör og önnur fita

  01.07.04 - 30.06.05

  53.000

  0

  220

  b)

  Ostur og ystingur:

  119.000

  0406.1000

  Nýr ostur, mysuostur o.fl.

  01.07.04 - 30.06.05

  0

  156

  0406.2000

  Hvers konar rifinn eða mulinn ostur

  01.07.04 - 30.06.05

  0

  156

  0406.3000

  Fullunninn ostur, órifinn eða ómulinn

  01.07.04 - 30.06.05

  0

  117

  0406.4000

  Gráðostur

  01.07.04 - 30.06.05

  0

  179

  0406.9000

  Annar ostur

  01.07.04 - 30.06.05

  0

  175

  • Unnar kjötvörur

  Þann 12. maí sl. tók gildir reglugerð nr. 401/2004 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á unnum kjötvörum.

  Ákvæði eftirfarandi töflu gilda um tollkvóta, tímabil innflutnings, verð- og magntoll:

  Vara

  Tímabil

  Vörumagn

  Verðtollur

  Magntollur

  kg

  %

  kr./kg

  Tollnúmer:

  Kjötvörur úr vörulið 1602:

  86.000

  1602.1001

  Blönduð matv. meira en 60% af kjöti

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  92

  1602.1009

  Meira en 20% til og með 60%

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  92

  1602.2011

  Meira en 60% af dýralifur

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  129

  1602.2012

  Meira en 20% til og með 60% af dýralifur

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  129

  1602.2019

  Annað

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  44

  1602.2021

  Annað, meira en 60% af dýralifur

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  129

  1602.2022

  Annað, meira en 20%, til og með 60%

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  78

  1602.2029

  Annað

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  26

  1602.3101

  Úr kalkúnum meira en 60%

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  224

  1602.3102

  Úr kalkúnum meira en 20% til og með 60%

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  224

  1602.3109

  Annað

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  115

  1602.3201

  Úr hænsnum meira en 60%

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  224

  1602.3202

  Úr hænsnum meira en 20%, til og með 60%

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  224

  1602.3209

  Annað

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  115

  1602.3901

  Annað meira en 60% úr alifuglum

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  224

  1602.3902

  Annað 20% til og með 60% úr alifuglum

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  224

  1602.3909

  Annað

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  115

  1602.4101

  Úr svínum meira en 60%, læri og lærissneiðar

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  576

  1602.4102

  Meira en 20% til og með 60%, af kjöti

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  343

  1602.4109

  Annað

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  115

  1602.4201

  Meira en 60% af kjöti, bógur og bógsneiðar

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  412

  1602.4202

  Meira en 20% til og með 60%, af kjöti

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  247

  1602.4209

  Annað

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  83

  1602.4901

  Annað meira en 60% af kjöti, blöndur

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  511

  1602.4902

  Annað meira en 20% til og með 60%, af kjöti

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  307

  1602.4909

  Annað

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  102

  1602.5001

  Meira en 60% kjöt úr nautgripum

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  400

  1602.5002

  Meira en 20% til og með 60%, úr kjöti

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  304

  1602.5009

  Annað

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  102

  1602.9011

  Úr dilkakjöti meira en 60% af kjöti

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  442

  1602.9012

  Meira en 20% til og með 60%, af kjöti

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  265

  1602.9019

  Annað

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  89

  1602.9021

  Annað, úr öðru kjöti meira en 60%

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  442

  1602.9022

  Annað, meira en 20% til og með 60%, af kjöti

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  265

  1602.9029

  Annað

  01.07.04 - 30.06.05

  -

  0

  89

  • Blóm, tré o.fl.

  Þann 12. maí sl. tók gildi reglugerð nr. 400/2004 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 893/2003 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum, trjám o.fl.

  Við upptalningu í 2. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi:

  Vara

  Tímabil

  Vörumagn

  Verðtollur

  Magntollur

  Tollnúmer:

  stk.

  %

  kr./kg

  0602.9095

  Aðrar pottaplöntur til og með 1 metri á hæð

  01.07.04 – 31.12.04

  2.500

  30

  0

  0603.1009

  Annars (afskorin blóm)

  01.07.04 – 31.12.04

  125.000

  30

  0

  Sjá nánar B-deild Stjórnartíðinda.

  Flutningsjöfnunargjald á sementi Þann 14. júní sl. var samþykkt á Alþingi að fella úr gildi lög nr. 62/1973 um jöfnun flutningskostnaðar á sementi, með lögum nr.63/2004. Frá og með gildistöku laganna er jöfnun flutningskostnaðar á sement afnumin og flutningsjöfnunarsjóður sements lagður niður. Með gildistöku laganna hefur flutningsjöfnunargjald á sement, JA-gjald í Tollakerfi, verið fellt úr gildi.

  Flutningsjöfnunargjald á olíuvörum Þann 1. júlí n.k. breytast flutningsjöfnunargjöld, (J2, J3 og J5-gjald) á olíuvörum, á eftirfarandi hátt:

  Flugvélasteinolía (þotueldstneyti) J2-gjald hækkar úr 0,10 kr./lítra í 0,14 kr/lítra Gasolía J3- gjald hækkar úr 0,73 kr/lítra í 0,77 kr/lítra Aðrar olíur og blöndur til brennslu J5-gjald lækkar úr 0,20 kr./kg í 0,15 kr./kg

  Bifreiðabensíngjald (J1-gjald) og flugvélabensíngjald (J4-gjald) haldast óbreytt.

  Lög um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur Þann 1. júlí n.k. taka gildi lög nr. 82/2004 um breytingu á lögum nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, með síðari breytingum. Með gildistöku laganna hækkar skilagjald, GG-gjald í tollakerfi fyrir einnota umbúðir úr ólituðu plasti úr 7,59 kr./stk. Í 7,99 kr./stk.

  Skráningarskírteini innfluttra notaðra ökutækja Vakin er athygli innflytjenda á því að skila ber frumriti skráningarskírteina innfluttra notaðra ökutækja til Umferðastofu. Afriti skal skilað til tollstjóra í því umdæmi þar sem tollafgreiðsla fer fram.

  29. júní 2004

  Tollstjórinn í Reykjavík

  Til baka