Sterainnflutningur

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Sterainnflutningur

17.01.2005

Fimmtudaginn 30. desember sl. lagði tollgæslan í Reykjavík hald á hraðsendingu sem innihélt 50.421 steratöflur. Sendingin kom frá Búlgaríu.

Lögreglunni í Reykjavík var afhent málið til rannsóknar. Einn maður var handtekinn og hefur hann gengist við því að eiga sterana. Málið telst upplýst og var maðurinn látinn laus að yfirheyrslum loknum. Til samanburðar má geta þess að heildarhaldlagning á sterum hjá tollstjóranum í Reykjavík hefur verið sem hér segir undanfarin þrjú ár:

2002 2003 2004
Sterar (g) 100 0 0
Sterar (ml) 48 0 20
Sterar (stk) 0 33.712 51.761

Það er ljóst að miðað við haldlagningu þriggja síðustu ára er um mikið magn stera að ræða í einni sendingu.

Til baka