Erlendur flutningskostnaður

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Erlendur flutningskostnaður

01.02.2005

Embætti tollstjórans í Reykjavík telur ástæðu til að ítreka fyrri leiðbeiningar, að gefnu tilefni, en þær voru sendar farmflytjendum og flutningsmiðlurum með tilkynningu, dags. 5. júlí sl.

Vakin er athygli á því að sá kostnaður sem til verður vegna flutnings vöru erlendis er allur tollskyldur, skv. a)-lið, 2. mgr. 9. gr. tollalaga nr. 55/1987, sbr. a)-lið, 2. mgr., 3. gr. reglugerðar nr. 374/1995 um tollverð og tollverðsákvörðun, með síðari breytingum.

Í framangreindum ákvæðum segir að flutningskostnaður hinna innfluttu vara til innflutningshafnar eða innflutningsstaðar skuli innifalinn í tollverði. Sem dæmi mætti nefna innflutning á bifreið sem keypt er í Nevada fylki Bandaríkjanna og flutt er til Íslands. Flytja þarf umrædda bifreið frá Nevada fylki á vesturströnd Bandaríkjanna til austurstrandarinnar, til útflutnings til Íslands. Af framangreindum flutningi hlýst ákveðinn kostnaður sem gæti t.d. verið í kringum 900-1.200 USD. Þessi kostnaður er tollskyldur skv. íslenskum tollalögum og ber því að telja hann fram á tollskýrslu sem annan kostnað í reit 25 á aðflutningsskýrslu og greiða af honum lögboðin gjöld.

Reykjavík, 1. febrúar 2005,

Tollstjórinn í Reykjavík

Til baka