Gjalddagi bifreiðagjalda er 15. febrúar

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Gjalddagi bifreiðagjalda er 15. febrúar

14.02.2005

Greiðsluseðlar hafa verið sendir út fyrir bifreiðagjöldum fyrri hluta ársins. Eindagi bifreiðagjalda er 15. febrúar, en gjalddagi var 1. janúar. Ef ekki er búið að greiða á eindaga, reiknast dráttarvextir frá gjalddaga.

Bifreiðagjaldið skiptist í tvo hluta, annars vegar er bifreiðaskatturinn sjálfur og hins vegar er úrvinnslugjald. Bifreiðaskatturinn leggst á allar bifreiðar sem eru skráðar í umferð, en úrvinnslugjaldið leggst hins vegar á alla bíla sem ekki eru afskráðir, þ.m.t. bíla sem ekki eru á númerum.

Öryrkjar geta fengið niðurfellingu á bifreiðaskattinum, en ekki á úrvinnslugjaldinu. Til að sækja um niðurfellingu er fólki bent á að hafa samband við Tryggingastofnun, sem svo hefur samband við Ríkisskattstjóra þar sem endanleg ákvörðun er tekin um hvort af niðurfellingu verði.

Til baka