Þrír tollfulltrúar heiðraðir með gullmerki Félags íslenskra fíkniefnalögreglumanna

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Þrír tollfulltrúar heiðraðir með gullmerki Félags íslenskra fíkniefnalögreglumanna

26.04.2005

Í dag voru þeir Gunnar Alfonsson, Ólafur Sigurjónsson og Gunnar Sæmundsson, tollfulltrúar hjá tollstjóranum í Reykjavík, boðaðir á fund hjá lögreglunni í Reykjavík.

 

Tilefni fundarins var að þeir hafa verið tengslamenn tollgæslunnar við lögregluna í baráttunni við fíkniefnasmygl, en hverfa nú allir á sama tíma til annarra starfa hjá tollgæslunni. Á fundinum voru frá lögreglu yfirmenn fíkniefndeildar og upplýsinga- og eftirlitsdeildar.

Við þetta tækifæri voru fyrrnefndir tollfulltrúar heiðraðir með gullmerki Félags íslenskra fíkniefnalögreglumanna.

Til baka