Vel heppnuð kynning

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Vel heppnuð kynning

27.06.2005

Kynning á forvarnarstarfi tollstjórans í Reykjavík í fíkniefnamálum var haldin á Kirkjudögum um sl. helgi. Gestir á Kirkjudögum voru yfir 5000 í ár og var kynningarbás okkar vel sóttur. Eins og nærri má geta var því mikill erill og margir sem fóru frá okkur vel upplýstir um skaðsemi fíkniefna með bækling og eintak af forvarnardiskinum „fíkniefni, nei takk!“.

 

Forvarnarstarfið kynnt

Forvarnarstarf embættisins er liður í samstarfssamningi sem gerður var milli tollstjóra og Biskupsstofu árið 2003. Starfið byggist á því að tollvörður heimsækir fermingarbörn víðsvegar um landið í fylgd fíkniefnaleitarhunds og ræðir við þau um skaðsemi fíkniefna, aðferðir við þjálfun leitarhunda og ýmislegt annað sem tengist starfsemi tollgæslunnar.

 

Til baka