Samið um lækkun launaafdráttar vegna áætlaðra skatta

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Samið um lækkun launaafdráttar vegna áætlaðra skatta

27.07.2005

Einstaklingar sem fá áætlaðan skatt 1. ágúst vegna álagningar 2005 (tekjuárið 2004) geta eftir að búið er að skila framtali snúið sér til tollstjórans í Reykjavík til að fá launafdrátt lækkaðan.

 

Þeir sem skiluðu netframtali þurfa að koma með staðfestingu á skilunum og bráðabirgðaútreikning á líklegri álagningu.

Þeir sem skiluðu pappírsframtali þurfa að koma með staðfestingu frá skattstjóra á skilunum.

Tollstjórinn í Reykjavík getur samið við viðkomandi um lækkun launaafdráttar á grundvelli slíkra skjala ef skattaskuldirnar eru lægri en áætlað var.

 

Til baka