Ánægja með vefspjall

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Ánægja með vefspjall

17.08.2005

Almenn ánægja er meðal þerirra sem prófað hafa vefspjall tollstjórans í Reykjavík. Vefspjallið notar SvarBox samskiptakerfið frá Modernus og var gangsett fyrr í sumar. Með því fæst beint samband við þjónustufulltrúa sem eru sérfræðingar í innheimtumálum eða tollamálum. Bæði fyrirtæki og einstaklingar hafa nýtt sér svarboxið sem hentar sérstaklega vel þegar spyrja þarf einnar spurningar.

 

Verkefnið er tilraunaverkefni til eins árs og ennþá er verið að þróa notkun þess hjá embættinu, við biðjum fólk að sýna því skilning. Látið okkur endilega vita ef einhverjir hnökrar koma upp í notkun svarboxins með því að senda tölvupóst á netfangið vefur@tollur.is.

Smellið hér til að prófa vefspjallið

 

Til baka