Vefurinn uppfærður

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Vefurinn uppfærður

05.09.2005

Allnokkrar breytingar hafa nú verið gerðar á vef tollstjórans í Reykjavík. Breytingunum er ætlað að gera vefinn einfaldari og þægilegri í notkun meðal annars með því að birta á forsíðu þær upplýsingar sem mest er sóst eftir.

Helstu breytingar:

  • Útlit endurhannað til að nýta skjáinn betur
  • Ný forsíða á ytri vef
  • Bætt aðgengi fyrir sjónskerta og blinda sem munu geta kallað fram sérstaka útgáfu af vefnum á slóðinni www.tollur.is/sjonskertir/ 
  • Hægt er að kalla fram veftré
  • Staðsetning síðu í vefnum birt efst á síðum (brauðmolaslóðir)
  • Leit hefur verið endurbætt m.a. með því að gefa kost á nákvæmari leit
  • Fréttasafn endurbætt og er nú hægt að skoða fréttir eftir mánuðum og árum auk þess sem fréttirnar verða flokkaðar

 

Breytingarnar voru unnar í samvinnu við fyrirtækið Betri lausnir

Látið okkur vita hvað ykkur finnst og hvað megi betur fara með því að smella hér.

Til baka