Niðurstöður vefkönnunar

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Niðurstöður vefkönnunar

25.10.2005

Ríflega 70 af hundraði þeirra sem heimsóttu vefinn tollur.is vikuna 14-21 október 2005 og kusu að taka þátt í vefkönnun hafa pantað vörur frá útlöndum í gegnum netið. Tæplega þriðjungur segist hins vegar aldrei hafa verslað í gegnum netið. Niðurstöður könnunarinnar eru birtar hér að neðan.

Spurt var:

Hversu oft hefur þú sem einstaklingur keypt vörur frá útlöndum á netinu?

Svör %
Einu sinni 10
2-5 sinnum 25
6-10 sinnum 14
Oftar en 10 sinnum 22
Aldrei 29

Til baka