Vefir stofnana teknir út

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Vefir stofnana teknir út

12.12.2005

Vefurinn tollur.is kom vel út í úttekt sem gerð var fyrir forsætisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Úttektin var unnin af fyrirtækinu Sjá ehf og hófst í maí síðastliðnum. Skoðaðir voru 246 vefir opinberra stofnanna og sveitarfélaga og þeir metnir með tilliti til rafrænnar þjónustu, innihalds, nytsemi og aðgengis.

Samkvæmt skýrslu um verkefnið lendir tollur.is í öðru sæti þegar horft er til rafrænnar vefþjónustu og er í fjórða sæti ef horft er til nytsemi vefjarins.

Tollur.is er í stöðugri þróun og hafa fjölmargar breytingar og betrumbætur verið gerðar á honum síðan úttektin var gerð, og hafa mörg atriði sem bent var á að betur mættu fara verið lagfærð.

Niðurstöður úttektar

Til baka