Leiðrétting á frétt um tollfánann

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Leiðrétting á frétt um tollfánann

14.12.2005

Frétt sem birt var hér á vefnum mátti skilja þannig að tollfáninn Íslenski væri aflagður með nýjum lögum. Þetta er ekki rétt. 

Hins vegar er ákvæði um tollfánann fellt brott í nýjum tollalögum nr. 88/2005 sem taka gildi 1. janúar 2006. Í athugasemdum við ýmsar greinar frumvarps til þessara laga segir m.a. um 149. gr.:

,, Ákvæði gildandi laga um tollfánann eru felld niður þar sem þau þykja óþörf”.

Eftir sem áður gilda lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið nr. 34/1944 með síðari breytingum, en í 3. mgr. 2. gr. laganna er ákvæði um tollfánann.

Til baka