Greiðslufrestur aðflutningsgjalda

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Greiðslufrestur aðflutningsgjalda

15.02.2006

Vakin er athygli á að uppgjörstímabil og gjalddagi tolls og annarra aðflutningsgjalda breyttist með gildistöku nýrra tollalaga um síðustu áramót.

Sú breyting varð á greiðslufresti aðflutningsgjalda að þau aðflutningsgjöld sem áður fengu skuldfærslu á eins mánaðar uppgjörstímabil við tollafgreiðslu með eindaga 15. næsta mánaðar fá nú skuldfærslu á tveggja mánaða uppgjörstímabil með eindaga 15. næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils. Frávik frá þessari reglu er vörugjald af ökutækjum (M* gjöld) þegar ökutæki er SMT/VEF-tollafgreitt af innflytjanda, en þá er vörugjaldið áfram skuldfært á eins mánaðar uppgjörstímabil, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 331/2000, eins og verið hefur. Sjá nánar yfirlit yfir uppgjörstímabil og eindaga aðflutningsgjalda.

Lesið nánar um gjalddaga, greiðslufrest og greiðslustað aðflutningsgjalda í XV kafla tollalaga.

 

Til baka