Skattar innheimtir hjá föngum

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Skattar innheimtir hjá föngum

22.02.2006

Með gildistöku laga nr. 49/2005 um fullnustu refsinga 1. júlí 2005 féllu úr gildi ákvæði eldri laga um fangelsi og fangavist. nr. 48/1988, en samkvæmt 33. gr þeirra laga var óheimilt að innheimta opinber gjöld hjá föngum eða leggja dráttarvexti á vangoldin gjöld þeirra.

Þar sem lögbundin undantekning um innheimtu gagnvart föngum hefur verið felld úr gildi er innheimtumönnum ríkissjóðs skilt að innheimta skattkröfur hjá föngum á sama hátt og hjá öðrum skattgreiðendum. Bent er sérstaklega á að skattkröfur fanga bera dráttarvexti frá og með 1. júlí 2005.

 

Til baka