Skilaboðaskjóða í vefspjalli

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Skilaboðaskjóða í vefspjalli

08.09.2006

Í vefspjalli tollstjóra er nú hægt að spyrja spurninga um innheimtu eða tollamál 24 tíma á sólarhring alla daga ársins.

Þessi möguleiki opnaðist með tilkomu Skilaboðaskjóðu í SvarBox® hugbúnaðinum frá Modernus, sem vefspjallið byggir á. Skilaboðaskjóðan tekur við spurningum utan opnunartíma, auk þess sem spyrjendum sem bíða eftir aðstoð er gefinn kostur á að senda spurninguna inn vilji þeir ekki bíða lengur.

Við hvetjum gesti vefsins til að prófa vefspjallið, með því komast þeir í samband við þjónustufulltrúa okkar sem búa yfir hafsjó upplýsinga um innheimtu- og tollamál.

Einnig vekjum við athygli á möguleikum sem vefspjallið opnar heyrnarlausum og öðrum viðskiptavinum sem geta ekki eða eiga erfitt með að tala í síma til samskipta við okkur.

Kerfið er auðvelt í notkun og samskiptin örugg, gestir vefsins smella á Svarbox® hnappinn á forsíðu vefsins og velja síðan innheimtumál eða tollamál til að fá samband við þjónustufulltrúa.

Til baka