Nýr fríverslunarsamningur milli Íslands og Færeyja

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Nýr fríverslunarsamningur milli Íslands og Færeyja

07.11.2006

1. nóvember 2006 tók gildi nýr fríverslunarsamningur milli Íslands og Færeyja.

Í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur meðal annars fram:

Í dag tók gildi nýr fríverslunarsamningur milli Íslands og Færeyja, sem felur í sér að Ísland og Færeyjar verða sameiginlegt efnahagssvæði. Samningur þessi er víðtækasti samningur um efnahags- og viðskiptamál sem Ísland hefur gert og tekur til vöruviðskipta, þjónustuviðskipta, fjárfestinga og viðskipta með landbúnaðarafurðir. Samkvæmt samningnum skulu íslenskir ríkisborgarar og íslensk fyrirtæki njóta sömu réttinda í Færeyjum og Færeyingar og færeysk fyrirtæki. Jafnframt skulu Færeyingar og færeysk fyrirtæki njóta sömu réttinda hér og landi og íslenskir ríkisborgarar og íslensk fyrirtæki.

Nánari upplýsingar eru á vef ráðuneytisins

Sjá einnig:

LÖG um breytingu á ýmsum lögum vegna samnings milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og heimastjórnar Færeyja hins vegar nr. 108/2006.

grein um samninginn í Stiklum, vefriti viðskiptaskrifstofu ráðuneytisins.

og samninginn sjálfan

 

Til baka