Breytingar á tollumdæmum og tollskrá um áramót

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Breytingar á tollumdæmum og tollskrá um áramót

22.12.2006

Nú um áramótin verða umtalsverðar breytingar á skipan tollumdæma í landinu. Tollumdæmunum fækkar úr 26 í 8.

Nánari upplýsingar um tollumdæmabreytinguna.

Einnig verða verulegar breytingar á tollflokkun samkvæmt tollskránni.

Athygli er vakin á að breytingar á tollflokkun gilda um allar vörur sem ótollafgreiddar verða í árslok. Breytt tollflokkun samkvæmt þessum breytingum hefur ekki áhrif á álagningu aðflutningsgjalda.

Nánari upplýsingar um breytingar á tollskránni eru hér.

Tollakerfið, tölvukerfi tollafgreiðslu hjá tollstjórum, verður lokað laugardaginn 30. desember og sunnudaginn 31. desember 2006
Tollafgreiðsla í kerfinu getur því ekki farið fram þessa helgi. Þá helgi verða gerðar breytingar á kerfinu sjálfu vegna breyttra tollumdæma 1. janúar 2007 og gagnabreytingar; breytingar á öllum farmskrám og tollskýrslum í kerfinu. Framangreind gögn verða öll flutt undir og auðkennd tollstjóra viðkomandi tollumdæmis, sjá nánar hér. Bæði vegna tollafgreiddra vörusendinga allt að 9 ár aftur í tímann og ennfremur vegna allra ótollafgreiddra vörusendinga, hvort sem vara hefur verið tekin til tollmeðferðar eða ekki.

Til baka