Viðmiðunardagur fyrir tollafgreiðslugengi í febrúar 2007

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Viðmiðunardagur fyrir tollafgreiðslugengi í febrúar 2007

25.01.2007

Í nýrri reglugerð nr. 1100/2006 um vörslu og tollmeðferð vöru, 71. gr., er nú að finna ákvæði um tollafgreiðslugengi, en þessi reglugerð tók gildi 1. janúar 2007. Eldri reglugerð um tollafgreiðslugengi féll úr gildi frá sama tíma.

Ákvæðin um tollafgreiðslugengið eru sambærileg fyrri ákvæðum nema þegar 28. mánaðar ber upp á helgidag eða almennan frídag, en þá skal nota opinbera viðmiðunargengið eins og það var skráð síðasta virkan dag á undan hjá Seðlabanka Íslands þegar tollafgreiðslugengi fyrir næsta mánuð er ákveðið.

Opinbera viðmiðunargengið sem skráð verður hjá Seðlabanka rétt fyrir hádegi föstudaginn 26. janúar 2007 mun því verða tollafgreiðslugengið í febrúar 2007.

 

Til baka