Breyting á aðgangi og verðskrá Tollalínu

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Breyting á aðgangi og verðskrá Tollalínu

26.01.2007

Vegna óska um að hægt verði að fá takmarkaðan aðgang að tollalínu sem væri aðeins fyrir sérstakar vinnslur, það er skuldfærslulista og skuldastöðu aðflutningsgjalda, hefur verið ákveðið að bæta þeim möguleika við tollalínu. Nýi möguleikinn felst í því að hægt er að sækja um þennan aðgang sérstaklega án þess að þurfa fullan aðgang.

Breytt umsóknarferli verður sett upp fljótlega og verður það kynnt sérstaklega.

Jafnframt breytast gjöld vegna notkunar tollalínunnar samkvæmt meðfylgjandi gjaldskrá og fyrri gjaldskrá fellur úr gildi. Helsta breyting er vegna þessa nýja möguleika og jafnframt að virðisaukaskattur er ekki hluti af gjaldskránni.

 

Til baka