Tryggingar vegna áfengisveitingaleyfa aflagðar

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tryggingar vegna áfengisveitingaleyfa aflagðar

05.07.2007

Með lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald er fyrirkomulagi áfengisveitingaleyfa breytt. Aflögð verður sú skylda að leggja fram tryggingu til innheimtumanns ríkissjóðs vegna umsóknar um áfengisveitingaleyfi. Lögin taka gildi 1. júlí 2007.

Samkvæmt bráðabirgðaákvæði II er innheimtumanni ríkissjóðs heimilt að fella niður tryggingar sem voru lagðar fram í gildistíð eldri laga nema áfengisleyfishafi hafi verið úrskurðaður gjaldþrota við gildistöku laganna.

Hafi áfengisveitingaleyfishafi lagt fram ábyrgðaryfirlýsingu banka til tollstjórans í Reykjavík verður hún send bankanum í kjölfar gildistöku laganna.

Til baka