Tollskýrslugerðarhugbúnaður vegna innfluttra vara - ný tegund tolls YA vegna fríverslunarsamnings milli EFTA og Egyptalands

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tollskýrslugerðarhugbúnaður vegna innfluttra vara - ný tegund tolls YA vegna fríverslunarsamnings milli EFTA og Egyptalands

21.09.2007

Varðar tollskýrslugerðarhugbúnað innflytjenda og tollmiðlara og nýja tegund tolls, YA toll, vegna fríverslunarsamnings milli EFTA og Egyptalands

 

Ný tegund tolls tekur gildi 1. október 2007:

Fríverslunarsamningur milli EFTA og Egyptalands (EG) og tvíhliða samningur Íslands og Egyptalands um landbúnaðarafurðir. Fríverslunarsamningurinn tekur til viðskipta milli EFTA-ríkjanna og Egyptalands v/vara sem upprunnar eru í Egyptalandi og fluttar eru beint milli samningsaðilanna og gildir þá lögmæt EUR upprunayfirlýsing á vörureikningi eða EUR-skírteini. Ef varan er flutt í gegnum ríki ESB eða EFTA gildir EUR/MED skírteini. Í öllum tilfellum þarf EUR upprunasönnunin að vera gefin út í Egyptalandi.

Lykill fyrir tegund tolls vegna Egyptalands verður YA Landalykill fyrir Egyptaland er EG

Ábending til hugbúnaðarhúsa vegna tollskýrslugerðarhugbúnaðar! Tegund tolls hefur fram að þessu verið eins bókstafs lykill, en er nú í fyrsta skipti tveir bókstafir. Lengi hefur verið gert ráð fyrir tveggja stafa lykli tegundar tolls í tollskrárlyklum og leiðbeiningum um útfyllingu aðflutningsskýrslu og stærð svæða í tollskýrslugerðarhugbúnaði og EDI skeytum (CUSDEC, CUSTAR); breytast þær leiðbeiningar því ekki nú.

Þeir lyklar fyrir tegund tolls, sem þegar eru í gildi verða áfram einn bókstafur, en búast má við að fleiri fríverslunarsamningar EFTA taki gildi á næstu misserum og árum og verður tegund tolls skv. þeim samningnum tveggja stafa lykill.

Hér er vefsíða tollskrárlykla á vef tollstjóra. Tollkskrárlyklar

Hér má skoða hvort YA tollur er á tollskrárnúmeri (muna að velja viðmiðunardag 01.10.2007 eða síðar): https://vefskil.tollur.is/tollalina/Innfl/uppflTollskr.aspx

Upplýsingar um fríverslunarsaming EFTA og Egyptalands: Fréttatilkynning á vef EFTA: EFTA-ríkin og Egyptaland ljúka gerð fríverslunarsamnings Fréttatilkynning frá Utanríkisráðuneytinu nr. 012 - Undirritun fríverslunarsamnings við Egyptaland Utanríkisráðuneyti - Stiklur-vefrit viðskiptasviðs: Fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Egyptalands öðlast gildi

Tollstjórinn í Reykjavík Stjórnsýslusvið TTU-deild Tölvukerfi tollafgreiðslu og upplýsingavinnsla

ttu@tollur.is Skúlagötu 17, 101 Reykjavík Sími: 560 0300 Fax: 552 5826 www.tollur.is

Til baka