Atvinnuskírteini sjómanna

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Atvinnuskírteini sjómanna

18.12.2007

Um áramót flyst útgáfa atvinnuskírteina sjómanna frá tollstjóraembættinu til Siglingastofnunar Íslands, Vesturvör 2, Kópavogi. Er það í samræmi við 8. gr. laga um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa sem taka gildi 1. janúar 2008.

Tollstjórinn í Reykjavík mun áfram sjá um lögskráningu sjómanna.

Nánari upplýsingar er að finna í lögum nr. 30/2007 um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa og á vef Siglingastofnunar www.sigling.is

 

Til baka