Hvað var spunnið í opinbera vefi 2007?

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Hvað var spunnið í opinbera vefi 2007?

16.01.2008

Nýlega voru birtar niðurstöður úttektar sem Forsætisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga létu gera á á vefjum 280 stofnana ríkis og sveitarfélaga. Úttektin sem Fyrirtækið Sjá ehf framkvæmdi gekk undir heitinu "Hvað er spunnið í opinbera vefi 2007?".

Vefir embættisins komu vel út úr úttektinni og deila 3-4 sæti með Umferðarstofu sé horft til meðaltals allra þátta sem mældir voru hjá ríkisstofnunum.

Heildarmat á innihaldi, nytsemi, aðgengi og þjónustu eftir tegundum stofnana
             

Ríkisstofnanir

Ár og breyting

Innihald

Nytsemi

Aðgengi

Þjónusta

Meðaltal allra liða

Háskóli Íslands

2007

100

70

90

100

90

Málefni fatlaðra Reykjavík, svæðisskrifst.

2007

85

70

100

75

83

Umferðarstofa

2007

92

70

64

100

82

Tollstjórinn í Reykjavík

2007

92

74

60

100

82

Persónuvernd

2007

77

70

100

75

81

Lyfjastofnun

2007

92

78

70

75

79

Ríkisskattstjóri

2007

85

78

40

100

76

Framkvæmdasýsla ríkisins

2007

85

65

100

50

75

Vefir embættisins samanstanda af upplýsingavefnum tollur.is og hliðarvefjum sem veita rafræna þjónustu, en þeir eru VEF-tollafgreiðsla, Farmvernd og Tollalínan. Einnig býður embættið uppá SMT- tollafgreiðslu, sem er rafræn tollafgreiðsla með EDI skjalasendingum milli tölva.

Niðurstöður úttektarinnar verða nýttar til að bæta þjónustuna enn frekar.

 

Hér eru nánari upplýsingar um niðurstöður úttektarinnar.

Þess má geta að í könnun sem Evrópusambandið lét gera á rafrænni stjórnsýslu kemur fram að í 10 þjónustuflokkum, sem tengjast tolla- og skattamálum eru Íslendingar fyrir ofan miðju, þrátt fyrir að vera að dragast aftur úr löndum ESB á öðrum sviðum rafrænnar stjórnsýslu.

Sjá nánar í frétt á ruv.is

 

Til baka