Smygl í Norrænu

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Smygl í Norrænu

11.06.2008

Sýslumaðurinn á Seyðisfirði og tollstjórinn í Reykjavík hafa komið upp um umfangmikla tilraun til smygls á fíkniefnum til landsins með bíl í Norrænu.  Auk þess hafa komið að málinu lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, ríkislögreglustjóri og sýslumaðurinn á Akureyri.

Um er að ræða langstærsta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar en fyrstu tölur gefa til kynna að um geti verið að ræða um 150-200 kg af kannabisefnum.  Það er frábæru samstarfi framangreindra aðila að þakka að upp komst um smyglið.

Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og því ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Tollstjórinn í Reykjavík

Sýslumaðurinn á Seyðisfirði

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu

Til baka