Ný stjórnvaldsfyrirmæli og breytingar á stjórnvaldsfyrirmælum

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Ný stjórnvaldsfyrirmæli og breytingar á stjórnvaldsfyrirmælum

08.09.2008

Tilkynning nr. 5/2008 til tollstjóra og annarra er málið varðar.

Ný stjórnvaldsfyrirmæli og breytingar á stjórnvaldsfyrirmælum, birt í B- deild Stjórnartíðinda.

Tollstjórinn í Reykjavík vekur athygli á eftirtöldum stjórnvaldsfyrirmælum og breytingum sem orðið hafa á stjórnvaldsfyrirmælum varðandi tollamál.

Auglýsing 832/2008 um útflutningsgjald af kindakjöti verðlagsárið 2008-2009.

Samkvæmt 5. mgr. 29. gr. laga nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum, hefur verið ákveðið að útflutningsgjald af kindakjöti verðlagsárið 2008-2009, verði kr. 170 á hvert kg af dilkakjöti.

Auglýsing þessi er sett með heimild í 29. gr. laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum nr. 99/1993, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Smellið hér til þess að fá upp skjal með auglýsingu nr. 832/2008.

 

 

8. september 2008

Tollstjórinn í Reykjavík

Til baka