Tilkynning nr. 7/2008 til tollstjóra og annarra er málið varðar.

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tilkynning nr. 7/2008 til tollstjóra og annarra er málið varðar.

08.10.2008

Ný stjórnvaldsfyrirmæli og breytingar á stjórnvaldsfyrirmælum, birt í B- deild Stjórnartíðinda.

Tollstjórinn í Reykjavík vekur athygli á eftirtöldum stjórnvaldsfyrirmælum og breytingum sem orðið hafa á stjórnvaldsfyrirmælum varðandi tollamál.

Reglur nr. 929/2008 um farmvernd.

Vakin er athygli á nokkrum breytingum frá fyrri reglum nr. 529/2004 um farmvernd.

•I.                   Tollstjórinn í Reykjavík fer með yfirstjórn framkvæmdar farmverndar.

            Tekið sérstaklega fram að tollstjórinn í Reykjavík fari með yfirstjórn framkvæmdar farmverndarinnar, áður hefur það aðallega verið svo í framkvæmd.

•II.                Umsókn um vottun.

Nokkrar breytingar voru gerðar vegna þess sem þarf að koma fram í umsóknum aðila um vottun farmverndaraðila. Helst felst sú breyting í því að þær upplýsingar sem þurfa að koma fram í umsókninni eru gerðar hnitmiðaðri.

Í umsókn skal m.a. veita upplýsingar um eftirfarandi atriði vegna útflutnings fyrirtækisins:

  • a) Tegund atvinnustarfsemi fyrirtækis.
  • b) Vörusvið útflutnings.
  • c) Viðskiptalönd, sem útflutningur er sendur til.
  • d) Fjölda útfluttra gáma síðustu 24 mánuði og áætlaðan fjölda á komandi 12 mánuðum frá dagsetningu umsóknar.
  • e) Upplýsingar um tilnefnda farmverndarfulltrúa.

            Einnig er það gert skýrara að senda á umsókn fyrst rafrænt og prenta hana út og senda í pósti undirritaða af forráðamanni eða framkvæmdastjóra umsækjanda.

•III.             Farmverndaráætlun.

Þegar fyrirtæki hefur starfsemi sem viðurkenndur farmverndaraðili, ber forráðamanni að gera grein fyrir almennum öryggisráðstöfunum vegna farmverndar. í farmverndaráætlun skal veita upplýsingar um öryggisatriði, sem snerta framkvæmd farmverndar hjá fyrirtækinu. rafrænt form farmverndaráætlunar skal skilmerkilega útfyllt af forráðamanni eða framkvæmdastjóra umsækjanda.

Þessar upplýsingar höfðu áður verið settar fram í umsókn um vottun en hefur nú verið aðgreint í sér greinagerð sem lögð er fram.

•IV.              Farmverndaryfirlýsing.

Sú breyting er gerð hér að þessa yfirlýsingu á nú að senda með rafrænum hætti til tollstjórans í Reykjavík.

•V.                Afturköllun vottunar.

Afturköllun vottunar farmverndaraðila er nú gerð ef skilyrði 9. gr. reglna þessara eru ekki lengur uppfyllt eða ef að farmverndaraðili vanrækir gróflega skyldur sínar varðandi framkvæmd farmverndarráðstafana.

•VI.             Farmverndarinnsigli.

Ekki er lengur tekið fram nákvæmt form og útlit farmverndarinnsiglis.

 

Þessar reglur eru settar skv. heimild í 9. mgr. 4. gr. laga um siglingavernd nr. 50/2004, sbr. lög nr. 18/2007 og öðluðust gildi við birtingu þeirra 3. október 2008. Jafnframt féllu úr gildi reglur nr. 529/2004 um farmvernd.

Smellið hér til þess að fá upp skjal með reglum 929/2008.

 

 

7. október 2008

Tollstjórinn í Reykjavík

 

Tilkynningin er einnig hér í pdf skjali (62KB)

 

 

Til baka