Nýr og betri vefur

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Nýr og betri vefur

31.10.2008

í dag, 31. október 2008, var nýr og endurbættur upplýsingavefur tollstjóraembættisins opnaður.

Vefurinn er afrakstur vinnu fulltrúa frá öllum sviðum embættisins. Umtalsverðar breytingar hafa verið gerðar á útliti, virkni og skipulagi vefsins. Efni vefsins hefur verið endurskoðað og heilmiklu af nýju efni bætt við.

Mikil vinna var lögð í að gera vefinn aðgengilegan fötluðum og hefur hann nú verið vottaður af fyrirtækinu Sjá ehf og Öryrkjabandalaginu. Vefurinn stenst þar með kröfur þeirra um aðgengi fyrir fatlaða. Þetta samræmist stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið. Vefurinn hefur fengið vottun fyrir forgang 1 og forgang 2. Forgangur 1 er lágmarkskrafa sem gerð er um aðgengi á vef. Forgangur 2 gerir meiri kröfur um aðgengi.

Hugur/AX sá um forritun vefsins og ráðgjöf vegna viðmóts. Vefurinn er hýstur af SKÝRR, sem einnig veitti ráðgjöf og þjónustu vegna öryggismála.

Það er von okkar sem að vefnum stöndum að notendum líki breytingin vel.

Ábendingar hrós og kvartanir vegna vefsins má senda á vefur@tollur.is

Til baka