Tilkynning til tollmiðlara og hugbúnaðarhúsa sem þjónusta tollskýrslugerðarhugbúnað þeirra

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tilkynning til tollmiðlara og hugbúnaðarhúsa sem þjónusta tollskýrslugerðarhugbúnað þeirra

27.11.2008

Til tollmiðlara og framleiðenda, seljenda og þjónustuaðila hugbúnaðar sem tollmiðlarar nota til tollskýrslugerðar vegna inn- og útflutnings

I - 1. janúar 2009 verða tekin upp rafræn skil á upplýsingum úr einföldum tollskýrslum (E-1 í stað E-8-Einfaldari tollskýrsla) vegna innflutnings og útflutnings. Vörur þær sem hér um ræðir eru undanþegnar öllum aðflutningsgjöldum og ekki háðar innflutnings- eða útflutningstakmörkunum, t.d. tollfrjálsar gjafir, verðlaus sýnishorn og endursendir tómir gámar.  

II - Gera verður breytingar á hugbúnaði sem notaður er við tollskýrslugerð.

III - Allar upplýsingar fyrir hugbúnaðaraðila vegna hugbúnaðar til tollskýrslugerðar og tollskrárlykla er að finna á vef tollstjóra á þessari slóð:

http://www.tollur.is/displayer.asp?cat_id=2482

Til baka