Tilkynning nr. 9/2008 til tollstjóra og annarra er málið varðar.

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tilkynning nr. 9/2008 til tollstjóra og annarra er málið varðar.

09.12.2008

Ný stjórnvaldsfyrirmæli og breytingar á stjórnvaldsfyrirmælum, birt í B- deild Stjórnartíðinda.

Tollstjórinn í Reykjavík vekur athygli á eftirtöldum stjórnvaldsfyrirmælum og breytingum sem orðið hafa á stjórnvaldsfyrirmælum varðandi tollamál.

Reglur nr. 1082/2008 um gjaldeyrismál.

Reglur þessar setja hömlur á gjaldeyrisviðskipti milli landa. Í 10. gr. þeirra segir; ,,óheimilt er að flytja út gjaldeyri í reiðufé umfram jafnvirði 500.000 kr. hjá hverjum aðila í almanaksmánuði." Seðlabanki Íslands getur sett nánari leiðbeiningar um framkvæmd þessara reglna og ber að beina umsóknum um undanþágur frá reglunum til hans með milligöngu fjármálastofnana.

Reglur þessar eru settar í samræmi við bráðabirgðaákvæði, með lögum um gjaldeyrismál, með síðari breytingum og öðluðust gildi við birtingu, 28. nóvember 2008.  Endurskoða á þær í síðasta lagi 1. mars 2009.

Tilkynningin er einnig hér í pdf skjali (50KB)

Til baka