Landið verður eitt tollumdæmi um áramót

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Landið verður eitt tollumdæmi um áramót

15.12.2008

Alþingi samþykkti síðastliðinn föstudag frumvarp um breyting á tollalögum nr. 88/2005. Með frumvarpinu var lagt til að landið yrði gert að einu tollumdæmi með það að markmiði að einfalda skipulag tollgæslunnar og auka þannig samræmi, skilvirkni og árangur í tollframkvæmd.

Með lagabreytingunni er tollumdæmum og tollembættum fækkað og landið verður frá og með næstu áramótum gert að einu umdæmi sem stjórnað er af einu embætti, embætti tollstjóra.

Með þessari lagabreytingu var líka ákveðið að fela embætti tollstjórans í Reykjavík umsjá tollamála á landinu öllu. Jafnframt hefur þessi lagabreyting það í för með sér að heiti embættis tollstjórans í Reykjavík verður breytt í embætti tollstjóra. Starfsmönnum mun fjölga um rúmlega 60 og bætast við nýjar starfstöðvar á Ísafirði, Akureyri, Seyðisfirði, Eskifirði, Vestmannaeyjum, Selfossi og Suðurnesjum.

Á vef Alþingis er hægt að skoða feril málsins í gegnum þingið.

Til baka