E-töflur haldlagðar

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

E-töflur haldlagðar

17.12.2008

Tollgæslan lagði í síðustu viku hald á talsvert magn af e-töflum, sem voru sendar hingað frá Póllandi. Að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur átján ára piltur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. desember og fjórir til viðbótar í farbann vegna málsins.

Við minnum á fíkniefnasímann 800 5005, en þar er hægt að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.

Símsvari tekur við skilaboðum og þú getur valið um hvort þú vilt gefa upp nafn þitt eða ekki.

Til baka