Nýtt skipulag tollamála frá og með 1. janúar 2009

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Nýtt skipulag tollamála frá og með 1. janúar 2009

01.01.2009

Þann 1. janúar 2009 tóku gildi lög númer 147/2008 um breytingu á tollalögunum númer 88/2005 og fleiri lögum.  Breytingin á tollalögunum hefur í för með sér nýja skipan tollamála í landinu. Aðalbreytingin fellst í því að landið er eitt tollumdæmi frá og með 1. janúar 2009 sem heyrir undir embætti tollstjóra.  Við gildistöku laganna tók embætti tollstjórans í Reykjavík við réttindum og skyldum gagnvart  öllum tollvörðum sem voru starfandi hjá öðrum tollembættum í landinu.  Jafnframt breyttist heiti embættisins frá sama tíma í Tollstjóri.  Eftir breytinguna verða starfsmenn embættisins tæplega 250 talsins.

Markmiðið með skipulagsbreytingunni er að einfalda skipulag tollamála, jafnt faglega, stjórnunarlega og fjárhagslega enda verður framkvæmd tollamála í landinu á hendi eins embættis í stað átta embætta áður.  Gert er ráð fyrir að breytingin stuðli að aukinni skilvirkni, jafnræði og árangursríkari tollframkvæmd auk þess sem henni er ætlað að hafa í för með sér hagræði fyrir atvinnulífið, þegna landsins og þjóðfélagið í heild sinni.

Til baka