Gámaskönnunarbifreið afhent

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Gámaskönnunarbifreið afhent

09.01.2009

Tollstjóri fékk í dag afhenta gámaskönnunarbifreið af fullkomnustu gerð. Um er að ræða mjög öflugt tæki sem getur skannað 40 feta gám á minna en mínútu og birt nákvæmar myndir af innihaldi hans.

Fyrir rúmlega tveimur árum 10. nóvember 2006 samþykkti ríkisstjórnin að fela tollstjóraembættinu að leita tilboða í kaup á slíku tæki með það að markmiði að efla aðgerðir gegn fíkniefnasmygli og til að auka öryggi vöruflutninga.

Lesið meira um forsögu verkefnisins

 

Gámaskanninn

Til baka