Breytt reglugerð um vörugjald af leigubifreiðum til fólksflutninga og bifreiðum ætluðum til ökukennslu

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Breytt reglugerð um vörugjald af leigubifreiðum til fólksflutninga og bifreiðum ætluðum til ökukennslu

28.04.2009

Við vekjum athygli á reglugerð um breytingu á skilyrðum rétthafa til lækkunar á vörugjaldi af leigubifreiðum til fólksflutninga og bifreiðum ætluðum til ökukennslu.

Í 15. grein reglugerðarinnar er kveðið á um að vörugjald af slíkum bifreiðum skuli lækka hafi rétthafi í tekjur að lágmarki 70% af reiknuðu endurgjaldi í staðgreiðslu, samkvæmt viðmiðunarreglum sem fjármálaráðherra gefur út. Uppfylli rétthafi ekki sett skilyrði ber honum að endurgreiða mismuninn á fjárhæð vörugjalds sem greitt var og þeirri fjárhæð sem borið hefði að greiða ef ekki hefði komið til lækkunar.

Hingað til hefur ekki verið heimild til að fallast á lægra reiknað endurgjald vegna sérstakra aðstæðna rétthafa sem í vissum tilvikum hefur komið hart niður á rétthöfum, til dæmis vegna veikinda eða ef bifreið ónýtist

Með þeirri reglugerðarbreytingu sem gefin hefur verið út er tollstjóra veitt heimild til þess að fallast á lægra endurgjald en viðmiðunarreglur fjármálaráðherra kveða á um enda liggi fyrir viðhlítandi gögn og rökstuðningur rétthafa sem réttlætt getur slíka ákvörðun.

Fréttatilkynning Fjármálaráðuneytisins

Til baka