Breytingar á vörugjaldi og tollskrá 1. september 2009, sem varða mat- og drykkjarvörur

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Breytingar á vörugjaldi og tollskrá 1. september 2009, sem varða mat- og drykkjarvörur

03.09.2009

Nú um mánaðarmótin tóku gildi breytingar á lögum sem hafa áhrif á gjöld og tollflokkun á mat- og drykkjarvörum.

Samantekt um breytingarnar er hér að neðan:

Breytingar á XA vörugjaldi (kr/kg, taxtar mismunandi eftir tollskrárnúmerum); XA vörugjald hækkar og breytingar á gjaldskyldum tollskrárnúmerum. Einnig er XB vörugjald á ýmsar drykkjarvörur endurvakið og er núna 16 kr/lítra (XB gjald var áður í gildi til 28. febrúar 2007 og var þá 8 kr/lítra). Breytingarnar eru samkvæmt lögum númer 70/2009 um ráðstafanir í ríkisfjármálum, samanber 4. grein þeirra laga, sem breytir lögum um vörugjald, númer 97/1987, með síðari breytingum.  4. grein framangreindra laga númer 70/2009 er í tveim liðum: A liður er XA gjald og B liður er XB gjald. Breyting var gerð á A liðnum samkvæmt lögum númer 97/2009 um breytingu á lögum um ráðstafanir í ríkisfjármálum, númer 70/2009. Breytingarnar gilda frá 1. september 2009 og taka til allra gjaldskyldra vara sem þá eru ótollafgreiddar. Enn fremur tekur gildi 1. september 2009 breyting á tollskrá, samanber auglýsing númer 94/2009 um breyting á viðauka I við tollalög nr. 88 18. maí 2005 með síðari breytingum (A-deild Stjórnartíðinda).

Uppfærðir tollskrárlyklar til nota í tollskýrslugerðarhugbúnaði eru hér.

Til baka