Breytingar á gjaldakóðum 1. október

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Breytingar á gjaldakóðum 1. október

24.09.2009

- Þann 1. október 2009 tekur gildi við tollafgreiðslu QB gjald, raffangaeftirlitsgjald (nýr gjaldakódi, sem stofna þarf í tollskýrsluhugbúnaði). Raffangaeftirlitsgjald, QA gjald, hefur verið í gildi, en er nú skipt upp í QB gjald og QA gjald eftir tollskrárnúmerum. Ástæðan er sú að tekjur af raffangaeftirlitsgjaldi skulu nú skiptast upp og renna til tveggja eftirlitsaðila; Brunamálastofnunar (QB gjald) og Neytendastofu (QA gjald).  Gjaldskyld tollskrárnúmer eru þau sömu og verið hefur og taxti óbreyttur, 0,15% af tollverði, en tiltekin tollskrárnúmer bera QB gjald og önnur tiltekin bera QA gjald, sjá reglugerð nr. 699/2009 um breytingu á reglugerð nr. 678/2009 um raforkuvirki.

Nýjustu breytingar á tollskrárlyklum er að finna á þessari síðu

Til baka