Gífurleg aukning á haldlagningu stera milli ára

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Gífurleg aukning á haldlagningu stera milli ára

20.10.2009

Það sem af er þessu ári hefur tollgæslan lagt hald á 7104 ml (rúmlega 7 lítra) af sterum í fljótandi formi og 79913 steratöflur. Til samanburðar má nefna að fyrstu tíu mánuði ársins 2008 fundust um 10000 steratöflur og 1,2 lítrar af fljótandi sterum.

Sterar faldir í leikfangabíl

Innflytjendur efnanna leggja mikið á sig til að dylja innihald sendinganna og koma sterunum fyrir í umbúðum af ólíklegasta tagi.

Innflutningur á sterum án sérstaks leyfis er ólöglegur og varðar við lyfjalög.

Á vef SÁÁ segir:

Árið 1997 misnotuðu 4,8 % sjúklinganna anabóla stera, 55 karlar og tvær konur. Meðalaldur þessa fólks er um 25 ár. Þarna er töluverð aukning á ferðinni. 78 % þessara sjúklinga misnotuðu ólögleg vímuefni og var amfetamín neysla mest áberandi.

Lesið alla greinina á vef SÁÁ

Á vísindavefnum má lesa um virkni og aukaverkanir stera

 

 

Til baka