Mikið haldlagt af kannabisfræjum

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Mikið haldlagt af kannabisfræjum

24.10.2009

Haldlagning kannabisfræja í tollpósti er margfalt meiri það sem af er þessu ári, en undanfarin ár. Á  áttunda tug mála þar sem reynt hefur verið að smygla kannabisfræjum hafa komið upp á árinu. Í póstsendingum hafa fundist samtals 1221 fræ.

MaríúanafræMaríúanafræ

Innflutningur hráefna sem unnt er að vinna úr eða breyta í ávana- og fíkniefni er bannaður á Íslandi.

Öll mál af þessum toga eru send lögreglu til frekari málsmeðferðar.

Kynnið ykkur:

Lög og reglur um ávana- og fíkniefni á vef Lyfjastofnunar

Fleiri ljósmyndir af haldlögðum kannabisfræjum

 

Tengiliður vegna fréttar

Til baka