Fíkniefnamál í Leifsstöð

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Fíkniefnamál í Leifsstöð

29.10.2009

Í septemberlok stöðvaði tollgæslan íslenska konu á fertugsaldri í Leifsstöð. Konan sem var að koma frá Kaupmannahöfn reyndist við rannsókn vera með rúmlega 100 grömm af kókaíni falin innvortis.

Tollstjóri afhenti lögreglu málið til rannsóknar og veitir ekki frekari upplýsingar.


Við minnum á upplýsingasímann 800 5005, sem er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

 

Hafir þú upplýsingar varðandi fíkniefnamál, sem þú vilt koma á framfæri, getur þú hringt nafnlaust í síma 800 5005.
Símsvari tekur við skilaboðum frá þér og þú getur valið um hvort þú vilt gefa upp nafn þitt eða ekki.

Einnig er hægt er að senda tollayfirvöldum upplýsingar um um smygl og ólöglegan inn- eða útflutning.

Til baka