Uppboð

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Uppboð

20.11.2009

Boðnir verða upp lausafjármunir í vörumiðstöð Samskipa, Kjalarvogi 7-15 Reykjavík, laugardaginn 28. nóvember 2009 kl. 12:00. Aðkoma að húsnæði Samskipa: Beygt af Sæbraut niður Kleppsmýrarveg og til vinstri út Kjalarvog. Aðkoma er austanmegin. Gengið er inn um dyr nr. 33 hjá vöruafgreiðslu inn á svæði Samskipa. Bílastæði fyrir framan hús. Nánari leiðbeiningar verða á staðnum.

Um er að ræða ótollafgreidda vöru þar sem aðflutningsgjöld eru fallin í gjalddaga. Meðal vara sem boðnar verða upp eru bílar, vélhjól, útilegubúnaður, veiðigræjur, skór, leikföng, marmari, sumarhús, prófílar, boltar, efnavörur, gluggar, gler, innréttingar, húsbúnaður, dekk, kerrur, bátar, skrúfur, málningarsprey, blöndunartæki, lagnaefni, myndarammar, timbur, varahlutir í hjólhýsi, varahlutir í bíla, hurðar og margt fleira.

Hvorki ávísanir né kreditkort eru tekin gild sem greiðsla, einungis debetkort eða peningar. Greiðsla við hamarshögg.

Auglýsing Sýslumannsins í Reykjavík vegna uppboðsins (pdf skjal 22KB)

Til baka