Samstarfssamningur milli Tollstjóra og Landhelgisgæslu Íslands

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Samstarfssamningur milli Tollstjóra og Landhelgisgæslu Íslands

15.12.2009

Snorri Olsen tollstjóri og Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslu Íslands undirrituðu í dag samstarfssamning milli Tollstjóra og Landhelgisgæslu Íslands. Tilgangur samningsins er að efla og styrkja samstarf Tollstjóra og Landhelgisgæslu Íslands á ýmsum sviðum. 

Samningurinn tekur meðal annars til miðlunar upplýsinga milli stofnananna, samnýtingar á tækjabúnaði, samstarfs á vettvangi og sameiginlegra eftirlitsverkefna, námskeiða og þjálfunar starfsmanna og starfsmannaskipta.

Í  tollalögum númer 88/2005 kemur fram að Landhelgisgæslan skuli veita Tollstjóra upplýsingar um komu og brottför skipa í utanlandsferðum svo fljótt sem við verður komið.  Þá getur Tollstjóri falið starfsmönnum Landhelgisgæslu að annast tollgæslu.  Í lögum um Landhelgisgæslu Íslands númer 52/2006 kemur fram að Landhelgisgæslu sé heimilt að gera þjónustusamninga meðal annars um tolleftirlit.

Samningurinn tók gildi við undirritun.

Ljósmyndir frá undirrituninni

Til baka