Aðgerð ATLAS

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Aðgerð ATLAS

16.12.2009

Í lok október tók tollgæslan á Íslandi þátt í aðgerðinni ATLAS (skammstöfun fyrir Assess, Target, Link, Analyse and Share).  Skipulag og stjórn aðgerðarinnar var í höndum  Heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna (Department of Homeland Security) og  Alþjóðatollastofnunarinnar (World Customs Organization).

Tilgangur aðgerðarinnar, en hún stóð yfir í fimm daga var að ráðast gegn smygli á reiðufé, sem er liður í aðgerðum stjórnvalda til að koma í veg fyrir peningaþvætti, berjast gegn ólöglegri verslun með fíkniefni, hryðjuverkum og annarri ógn sem steðjar að þvert á landamæri.

Yfir 80 lönd tóku þátt í aðgerðinni, sem leiddi til þess að 3,5 milljónir bandaríkjadollara í reiðufé voru haldlagðar auk þess sem upplýsingar komu fram um 24 milljónir dollara til viðbótar sem ekki hafði verið framvísað og óvíst er að hefðu komið fram hefði aðgerðin ekki verið í gangi.

Þátttökulöndin samhæfðu aðgerðir og skiptust á upplýsingum og tókst þannig að trufla og gera óvirkar smyglleiðir glæpasamtaka sem smygla illa fengnu fé víðsvegar um heiminn. Við aðgerðirnar nýtti tollgæslan þekkingu starfsmanna, og hinar ýmsu aðferðir sem hún býr yfir til að finna falið fé í farangri, á ferðamönnum og í vörusendingum.

Reglur um flutning reiðufjár milli landa

Til baka